xxx

Morgunblaðið 3.06.1969 

Félagsheimili íslendinga í Höfn

Tíminn 20.04 1969

 „Islands kulturhus“

Morgunblaðið 13.04.1969 

Rúður brotnar í húsi Jóns Sigurðssonar

Tíminn 10.04.1969 

Danskir hippar leggja undir sig hús Jóns forseta

„DANSKIR HIPPÍAR LEGGJA UNDIR SIG HÚS JÓNS FORSETA“

Þannig var forsíðugrein í dagblaðinu Tímanum 10. apríl 1969. Húsið hafði um tíma verið mannlaust, í biðstöðu, leigjendur fluttir út en Íslendingar ekki fluttir inn. Á þessum tímum var nokkuð um hústökufólk í Kaupmannahöfn.

Fyrirsögnin var þó ekki alveg sannleikanum samkvæm. Ungmenni höfðu safnast saman fyrir utan tómt húsið og brotið rúður. Annað var það ekki. Enginn hafði farið inn.

En blaðamanni var heitt í hamsi og lauk greininni svona: „Þessi gjöf (Jónshús) var gefin í góðri trú til minningar um bezta son þjóðarinnar. Þarna bjó hann og vann landi sínu sem hann mátti. Um þau húsakynni eiga Íslendingar einir að ganga, en ekki síðhærður aðskotalýður sem sportazt í því að vera heimilislaus.“

Þá vitum við það. Engan síðhærðan aðskotalýð í Jónshús.