Fræðimannsíbúðir

Íbúðir fræðimanns í Kaupmannahöfn eru starfræktar samkvæmt  reglum um hús Jóns Sigurðssonar sem forsætisnefnd Alþingis setur.

Íbúðirnar eru á 2. og 4. hæð Jónshúss en auk þess hefur fræðimaður aðgang að vinnuherbergi með vinnuborði, skrifstofustól og bókahillum, á sömu hæð og íbúðirnar eru. 

Fræðimannsíbúðirnar eru sambærilegar að stærð með  stofu, svefnherbergi, baði og eldhúsi með borðkrók, og fylgir íbúðunum allur nauðsynlegur heimilisbúnaður. Sem og handklæði, viskustykki, rúmföt. Í búðuunum er  þvottavél aðstaða til að þurrka þvott. Straujárn og hárblásari er í íbúðunum. 

Dvalartími í íbúðinni fer eftir umfangi verkefnis og öðrum atvikum, en er þó að jafnaði ekki lengri en tveir mánuðir.  Þráðlaust net er í húsinu en gert er ráð fyrir að fræðimenn komi með eigin tölvur. Í Jónshúsi er aðstaða til prentunar og ljósritunar en gert er ráð fyrir að fræðimenn leggi til pappír við stærri verk.

Greitt er fast gjald fyrir dvalartíma sem stjórn Jónshúss ákveður fyrir hvert úthlutunartímabil.  Gert er ráð fyrir að þeir sem hljóta úthlutun gangi snyrtilega um íbúðirnar og skili þeim í góðu ástandi.

Úthlutun fræðimannsíbúða í Jónshúss fer fram árlega og geta fræðimenn, sem hyggjast vinna að rannsóknum eða verkefnum í Kaupmannahöfn, sótt um afnot af íbúðunum.  Íbúðin á 2. hæð er auglýst til afnota að vori en íbúðin á 4. hæð að hausti. 


  Fræðimannsíbúð á 2. hæð í Jónshúsi