Íslenskuskólinn
Móðurmálskennsla
Íslensk börn í 0. til 9. bekk eiga möguleika á að sækja móðurmálskennslu á laugardögum í Jónshúsi.
Kynningarfundur verður haldinn 17. águst kl. 11:00. Fundurinn er einkum ætlaður nýnemum og foreldrum/forráðamönnum þeirra.
Kennsla hefst laugardaginn 24. ágúst.
Kaupmannahafnar Kommunan býður börnum á grunnskólaaldri sem eru með lögheimili í Kaupmannhöfn upp á ókeypis móðurmálskennslu. Börn sem búa í ekki í Kaupmannhöfn hafa líka rétt á þessari kennslu, en þurfa sækja um hjá sinni Kommunu.
Nánari upplýsingar á heimasíðu kk.dk
Nemendum er skipt upp tvo hópa
Yngri hópur (0.-2. bekkur) kennt frá kl. 9:15 - 11:45
Eldri hópur (3.- 9.bekkur) kennt annanhvern laugardag frá klukkan 12:00 - 16:00.
Markmið Íslenskuskólans eru:
- Að æfa og örva íslenskukunnáttu nemenda í máli og skrift.
- Að veita nemendum aðgang að námsefni og upplýsingum á íslensku.
- Að vekja áhuga nemenda á íslenskri menningu, sögu og hefðum.
Netfang skólans er jorunneinars@gmail.com
Kennarar skólaárið 2019 til 2020 eru Jórunn Einarsdóttir og Marta Sævarsdóttir.