Íslenskuskólinn
Íslensk börn í 0. til 9. bekk eiga möguleika á að sækja móðurmálskennslu í Jónshúsi og í Amager Fælled Skolen.
Móðurmálskennsla
Íslensk börn í 0. til 9. bekk eiga möguleika á að sækja móðurmálskennslu í Jónshúsi og í Amager Fælled Skolen.
Nýtt skólaár í íslenskuskólanum hefst í viku 33.
Eins og áður hefur verið fjallað um mun íslenskukennslan nú fara fram á virkum dögum í Jónshúsi og Amager Fælled Skolen.
Kennarar Jórunn Einarsdóttir og Marta Sævarsdóttir. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið í Amager Fælled skólanum munu berast um leið og þær liggja fyrir. Foreldrafundur/kynningarfundur verður haldinn síðar.
Stofnuð hefur verið ný FB síða, Íslenskuskólinn 2021/2022 , sem nýtt verður til samskipta. Það er okkar reynsla að FB er þægilegasti mátinn til samskipta. Við notum síðuna til að koma almennum skilaboðum áleiðis, sýna myndir frá skólastarfinu og taka við skilaboðum.
Ykkur er að sjálfsögðu einnig velkomið að senda tölvupóst á okkur: jorunneinars@gmail.com ogmartasaevars@hotmail.com
Kennt verður sem hér segir:
Þriðjudagar – Jónshús kl. 15:30 – 18:00. Tveir hópar – kennarar: Marta og Jórunn Fimmtudagar – Amager Fælled Skolen – . Einn hópur – kennari Marta
Við hlökkum til að sjá ykkur
Jórunn og Marta
Hér fyrir neðan er listi yfir skráða nemendur:
Netfang Móðurmálsskólans í Kaupmannahöfn er mms@kk.dk
Kaupmannahafnar Kommunan býður börnum á grunnskólaaldri sem eru með lögheimili í Kaupmannhöfn upp á ókeypis móðurmálskennslu. Börn sem búa í ekki í Kaupmannhöfn hafa líka rétt á þessari kennslu, en þurfa sækja um hjá sinni Kommunu.
Nánari upplýsingar á heimasíðu kk.dk
Markmið Íslenskuskólans eru:
- Að æfa og örva íslenskukunnáttu nemenda í máli og skrift.
- Að veita nemendum aðgang að námsefni og upplýsingum á íslensku.
- Að vekja áhuga nemenda á íslenskri menningu, sögu og hefðum.
Netfang skólans er jorunneinars@gmail.com
Kennarar skólaárið 2021 til 2022 eru Jórunn Einarsdóttir og Marta Sævarsdóttir.