Móðurmálsskólinn
Íslensk börn í 0. til 9. bekk eiga möguleika á að sækja móðurmálskennslu í Jónshúsi og á Amager í Íslandsbryggjuskóla (SIB).
Móðurmálskennsla
Íslensk börn í 0. til 9. bekk eiga möguleika á að sækja móðurmálskennslu í Jónshúsi og í skólanum, Skolen på Islands Brygge.
Nýtt skólaár í Móðurmálsskólanum hefst í viku 33.
Íslenskukennslan fer fram á virkum dögum í Jónshúsi á þriðjudögum og í Skolen på Islands Brygge á miðvikudögum.
Kennari Marta Sævarsdóttir.
Stofnuð hefur verið ný FB síða Móðurmálsskólinn í Kaupmannahöfn 2023-2024 sem nýtt er til samskipta. Það er mín reynsla að FB er þægilegasti mátinn til samskipta. Síðan er notuð til að koma almennum skilaboðum áleiðis, sýna myndir frá skólastarfinu og taka við skilaboðum.
Ykkur er að sjálfsögðu einnig velkomið að senda tölvupóst á martasaevars@hotmail.com
Kennt verður sem hér segir:
Yngri hópur 0.- 2. bekkur
Þriðjudaga – oddatölu vikum í Jónshúsi kl. 15:00 – 17:30. – kennari Marta (hefst í viku 33, 15.08. 2023)
Eldri hópur 3.- 9. bekkur
Þriðjudaga – slétttölu vikum í Jónshúsi kl. 15:00 – 17:30. – kennari Marta (hefst í viku 34, 22.08.2023)
Miðvikudaga - Skolen på Islands Brygge, SIB kl.15-17 . Einn hópur – 0.-8. bekkur -kennari Marta. (hefst í viku 33, 16.08 2023)
Kaupmannahafnar Kommunan býður börnum á grunnskólaaldri sem eru með lögheimili í Kaupmannhöfn upp á ókeypis móðurmálskennslu. Börn sem búa í ekki í Kaupmannhöfn hafa líka rétt á þessari kennslu, en þurfa sækja um hjá sinni Kommunu.
Hægt er líka að hafa samband við Anouk hjá Modermålsskolen (Tove Ditlevsskole) inni á AULA,
Nánari upplýsingar á heimasíðu kk.dk
Markmið Íslenskuskólans eru:
- Að æfa og örva íslenskukunnáttu nemenda í máli og skrift.
- Að veita nemendum aðgang að námsefni og upplýsingum á íslensku.
- Að vekja áhuga nemenda á íslenskri menningu, sögu og hefðum.
Kennarar leggja áherslu á fjölbreytt og skemmtilegt skólastarf, með skapandi verkefni og leik að leiðarljósi.
Netfang skólans er martasaevars@hotmail.com
Kennarar skólaárið 2022 til 2023 eru Jórunn Magnúsdóttir og Marta Sævarsdóttir.