Verðlaun Jóns Siguðrssonar

Forsætisnefnd ákvað, að tillögu stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar, að Alþingi skyldi á Hátíð Jóns Sigurðssonar veita Verðlaun Jóns Sigurðssonar þeim einstaklingi sem hefur unnið verk sem tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þessi verk geta jöfnum höndum verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála. Verðlaun Jóns Sigurðssonar hafa verið veitt eftirfarandi einstaklingum:

Auður Hauksdóttir hlýtur verðlaun Jóns Sigurðssonar 2021

 Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2021 voru afhent í Jónshúsi 11. september þegar haldið var upp á 50 ára afmæli menningar- og félagsstarfs í Jónshúsi. Verðlaunin hlaut að þessu sinni Auður Hauksdóttir, prófessors emerita. Að mati forsætisnefndar Alþingis hefur Auður með störfum sínum lagt af mörkum ríkulegan skerf til skilnings á mikilvægi dönskukennslu í íslenska skólakerfinu og þeirri þýðingu sem hún hefur sem samskiptamál fyrir Íslendinga við aðrar norrænar þjóðir. Með þessu hefur hún styrkt bönd Íslands við norrænar frændþjóðir og fyrir það hlaut hún Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2021.


Verðlaunin hafa áður hlotið:

 • 2020: Böðvar Guðmundsson, rithöfundur. ljóðskáld, leikskáld og fv. kennari
 • 2019: Vibeke Nørgaard Nielsen, rithöfundur og fv. kennari
 • 2018: Tryggvi Ólafsson, myndlistarmaður
 • 2017: Annette Lassen, rannsóknardósent
 • 2016: Dansk-Islandsk samfund
 • 2015: Sigríður Eyþórsdóttir, tónlistarmaður og kórstjóri
 • 2013: Erling Blöndal Bengtsson, sellóleikari
 • 2012: Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus
 • 2011: Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands
 • 2010: Søren Langvad, byggingarverkfræðingur og forstjóri
 • 2009: Erik Skyum-Nielsen, bókmenntafræðingur og þýðandi
 • 2008: Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur

 

Verðlaun Jóns Sigurðssonar

Böðvari Guðmundssyni veitt verðlaun Jóns Sigurðssonar 2020


Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2020 féllu í hlut Böðvars Guðmundssonar, rithöfundar, ljóðskálds, leikskálds og fyrrverandi kennara. Böðvari voru veitt verðlaunin fyrir framlag hans til að stuðla að blómlegri menningar- og félagsstarfsemi í Jónshúsi, en í september 2020 var hálf öld liðin frá því að Jónshús varð miðstöð félags- og menningarstarfsemi Íslendinga í Kaupmannahöfn.

Vibeke Nørgaard Nielsen hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2019

Vibeke Nørgaard Nielsen tekur við Verðlaunum Jóns Sigurðssonar úr hendi Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis.

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2019 féllu í hlut Vibeke Nørgaard Nielsen, rithöfundar og fyrrverandi kennara. Framlag Vibeke við kynningu á Íslandi og íslenskri menningu í Danmörku með sýningum, kynningum og fyrirlestrum um Ísland um langt árabil er ómetanlegt. Einnig hefur hún skipulagt fjölmargar Íslandsferðir fyrir Dani. Þá er bók hennar um Íslandsferðir danska listmálarans Johannesar Larsens, Listamaður á söguslóðum, sem út kom í Danmörku 2004, og í íslenskri þýðingu 2015, mikilvægt framlag til menningartengsla landanna.

Lesa meira

Verðlaun Jóns Sigurðssonar féllu að þessu sinni í hlut Tryggva Ólafssonar myndlistarmanns.

Hátið Jóns Sigurðssonar var haldin 19. apríl 2018, á sumardaginn fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta og Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur flutti hátíðarræðu dagsins.

 

Lesa meira

Annette Lassen hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2017

Verðlaunahafinn Annetta Lassen og Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 20 apríl, á sumardaginn fyrsta. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta.

Lesa meira

Dansk-Islandsk Samfund hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2016

20160421_175321-1

Verðlaun Jón Sigurðssonar féllu að þessu sinni í hlut félagsins Dansk-Islandsk Samfund. Dansk-Islandsk Samfund starfar bæði á Íslandi og í Danmörku og hefur í 100 ára sögu sinni verið mikilvægur vettvangur til að rækta náin samskipti þjóðanna á sviði mennta og menningar, fræðslu og upplýsingar, með ótal viðburðum, fyrirlestrum, hátíðum, úthlutun námsstyrkja og útgáfustarfi.

Lesa meira

Sigríður Eyþórsdóttir hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2015

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2015 afhent.

Verðlaun Jón Sigurðssonar féllu að þessu sinni í hlut Sigríðar Eyþórsdóttur, tónlistarmanns og kórstjóra, fyrir framlag hennar til Íslandskynningar í Danmörku með bókmenntakynningum og tónlistarflutningi.

Lesa meira

Bertel Haarder hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2014

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2014 afhent.

Verðlaunin féllu að þessu sinni í hlut Bertels Haarders, fyrrverandi menntamálaráðherra Danmerkur, fyrir framlag hans til menningarsamstarfs Danmerkur og Íslands, sem og fyrir stuðning hans við varðveislu þjóðararfsins.

Lesa meira

Erling Blöndal Bengtsson hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta 2013

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2013 afhent.

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2013 komu í hlut Erlings Blöndals Bengtssonar sellóleikara. Erling á að baki langan og farsælan tónlistarferil og hefur lagt mikið af mörkum við að efla tengsl Íslands og Danmerkur á sviði tónlistar.

Lesa meira

Dr. phil. Pétur M. Jónasson hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta 2012

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2012 afhent.

Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2012 hlýtur dr. phil. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus. Hann hefur með framúrskarandi fræðistörfum á sviði vatnalíffræði í Danmörku og á Íslandi lagt fram mikilvægan skerf til að styrkja vísindasamstarf þjóðanna. 

Lesa meira

Frú Vigdís Finnbogadóttir hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta 2011

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2011 afhent.

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2011. Í forsetatíð sinni efldi hún og styrkti vináttu milli Íslands og Danmerkursem ötull talsmaður menningarsamskipta þjóðanna.

Lesa meira

Søren Langvad handhafi Verðlauna Jóns Sigurðssonar árið 2010

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2010 afhent.

Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2010 hlýtur Søren Langvad byggingarverkfræðingur, starfandi stjórnarformaður Pihl og Søn og einn stofnenda og fyrrverandi stjórnarformaður íslenska verktakafyrirtækisins Ístaks.

Lesa meira

Erik Skyum-Nielsen handhafi Verðlauna Jóns Sigurðssonar árið 2009

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2009 afhent.

Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2009 hlýtur Erik Skyum-Nielsen bókmenntafræðingur. Hann hefur verið ötull þýðandi íslenskra samtímabókmennta og hlotið mikið lof fyrir. 

Lesa meira

Guðjón Friðriksson handhafi Verðlauna Jóns Sigurðssonar forseta 2008

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2008 afhent.

Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2008 hlýtur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. Verk Guðjóns um ævi Jóns Sigurðssonar, sem kom út  í tveimur bindum árin 2002 og 2003, er ástæða þess að Guðjón hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta að þessu sinni. 

Lesa meira