Jónshús 50 ára

1970-2020

Þann 12. september 2020 á Jónshús 50 ára starfsafmæli. Af því tilefni verður ýmislegt gert í húsinu og meðal annars horft um farinn veg. Haldið verður upp á sjálfan afmælisdaginn í Jónshúsi, þegar þar að kemur, og meira um það síðar, en fram að því munum við meðal annars segja sögur og sýna myndir. 

Jónshús hefur aðgang að mörgum myndir og þekktar eru margar sögur. En einnig er margt sem við vitum ekki. Því væri gaman ef gamlir notendur hússins myndu senda okkur myndir eða segja okkur skemmtilegar sögur. Ef þú, kæri lesandi, lumar á slíku, máttu endilega láta í þér heyra. 

Húsið við Øster Voldgade númer 12, sem í dag heitir Jónshús, er þó töluvert eldra 50 ára, því það var byggt árið 1852 og er því 168 ára. Sama ár og húsið var byggt fluttu hjónin Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir í húsið, í íbúðina á 3ju hæð. 

Árið 1966 var húsið í eigu Carls og Johanne Sæmundsen, en einmitt það ár gáfu þau Alþingi húsið í minningu Jóns og Ingibjargar. Við athöfn 12. september 1970 var húsið formlega tekið í notkun sem félagsmiðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn, innréttuð var fræðimannsíbúð á 2. hæð og jafnframt sett upp sýningu um Jón og Ingibjörgu á 3ju hæðinni. 

Við munum, hér deila sögum og myndum, allt eftir efnum og aðstæðum.