Hátíð Jóns Sigurðssonar
Að frumkvæði stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar og með fulltingi forseta Alþingis og forsætisnefndar var efnt til Hátíðar Jóns Sigurðssonar í fyrsta sinn á sumardaginn fyrsta, 24. apríl 2008.
Markmiðið með viðburðinum var að halda minningu Jóns Sigurðssonar á loft og skyldi hátíðin haldin árlega, að jafnaði á sumardaginn fyrsta.
Jafnframt var markmiðið að efla vitund um þennan gamla hátíðisdag Íslendinga og efla félagslíf Íslendinga á Hafnarslóð.
Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta eru veitt ár hvert á hátíðinni.