Heimili Ingibjargar og Jóns

Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852 - 1879

Í anda Ingibjargar og Jóns er gestum boðið að ganga um sýninguna eins og þeir væru í heimsókn. Á henni eru engir upprunalegir munir heldur var húsbúnaður keyptur með hliðsjón af heimlildum.

Undurbúningur sýningar

 Á sýningunni Heimili Ingibjargar og Jóns. Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852 – 1879 er gefin innsýn í daglegt líf á heimili hjónanna Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar. Gestum er boðið í heimsókn á endurgert heimili þar sem einnig er sögusýning um starf Jóns og áhrif hans á baráttu Íslendinga fyrir lýðræðislegum réttindum á 19. Öls. Margt í því sarfi fór fram á heimili hjónanna við Austurvegg þar sem var ákaflega gestkvæmt, líflegt og oftar en ekki mannmargt. Við undirbúning sýningarinnar var leitða í smiðju fræðimanna sem hafa skrifað um efnið, ýmsar frumheimildir voru kannaðar og byggt var á rannsókn á litum og frágangi veggja. 


Húsið og íbúðin

Húsið við Øster Voldgade, eða Austurvegg, eins og Íslendingar kölluðu það. Var nýtt þegar Jón og Ingibjörg tóku íbúðina á leigu árið 1852 og allt bendir til þess að bæði húseigandi og leigjendurnir hafi lagt sig fram með að fylgjast vel með tíðaranda og tísku. Húsið hefur tekið miklum breytingum frá tímum Jóns og Ingibjargar, eins og við er að búast. Rafmagn, miðstöðvarofnar og salerni eru löngu komin í það og gluggum hefur verið breytt. Þessu var að sjálfsögðu ekki breytt fyrir sýinguna. Nýtt gólfefni er á gangi, eldhúsi, búri og vinnuherbergi en í öðrum hlutum íðbúðarinnar eru enn sömu tréborðin og voru þeigar húsið var byggt.

Íbúðin og hluti stigagangsins var hins vegar málaður og veggfóður fyrir sýninguna í samræmi við rannsókn á upprunalegum frágangi. Að öðru leyti er húsið lýst í skjölum um mat á brunavirði fyrir árin 1853, 1857 og 1878. 

Nokkuð kom á óvart hve vel húsið var útbúið tækninýjungum. Þar var frá upphafi góð eldavél með ofni í stað þess að matreitt væri yfir opnum eldi eins og hefði mátt ætla út frá almennri söguskoðun. Ofnar voru í öllum herbergjum og rennandi vatni og gasi hafði verð komið í húsið árið 1857, mun fyrr en áætlað hafði verið. Vegna síðari breytingaá húsinu var ekki fullljóst hvar vinnukonan var til húsa en brunavirðismatið svaraði því.

 

Innbú

Í anda Ingibjargar og Jóns er gestum boðið að ganga um sýninguna eins og þeir væru í heimsókn. Á henni eru engir upprunalegir munir heldur var húsbúnaður keyptur með hliðsjón af heimlildum. Þær sýna að hjá hjónunum var flest eins og á hverju öðru dönsku borgarheimili, þótt Indriða Einarssyni og Ástu Hallgrímsson beri saman um að á heimilinu hafi samt verið íslenskur bragur.

 

Um innbúið er talsvert vitað að því að gerður var uppboðslisti yfir það þegar hjónin voru fallin frá. Tryggvi Gunnarsson keypti muni á uppboðinu og gerði skrá yfir þá, ásamt því að skrifa sjálfur lilsta yfir allt innbúið. Skjöl þessi eru varðveit í skjalasafni Alþingis og á Þjóðskjalasafni Íslands, ásamt fjölmörgum örðrum. Eitt þeirr er uppgjörsreikningur við húsgagnaverslunina Holm´s, sem bendir til þess að Jón og Ingibjörg hafi keypt nýtt rúm, eða tekið það á leigu, ásamt fleiri húsgögnum vorið 1879. Það gæti verið vísbending um breytta notkun íbúðarinnar þegar hjónin voru orðin ein eftir á heimilinu, að vinnukonunni frátalinni. Að örðru leyti er uppsetning byggð á ritum um siði og tísku og ráðgjöf ýmissa sérfræðinga.

 

Í fórum Alþingis er listi frá 1887 yfir þá muni innbúsins sem Tryggvi færði Íslandi að gjöf. Síðar bárust fleiri gjafir en þetta er uppistaðan í safni Jóns Sigurðssonar sem Þjóðminjasafn Íslands varðveitir nú. Heimildir þessar staðfesta að heimili Ingibjargar og Jóns var vel búið húsmunun, rauðar ríkulegar en búist hafði verið við. Til marks um það má nefna að þau áttu nokkur gólfteppi og vaxdúksteppi, sem að öllu jöfnu hefur ekki verið gert ráð fyrir nema á efnamestu heimilum. 

 

 

Nánari upplýsingar um Jón Sigurðsson