Heimili Ingibjargar og Jóns

Á 3. hæð í húsinu er sýning. Heimili Ingibjargar og Jóns. Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852–1879

Á 3. hæð í húsinu er sýning. Heimili Ingibjargar og Jóns. Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852–1879

Í anda Ingibjargar og Jóns er gestum boðið að ganga um sýninguna eins og þeir væru í heimsókn. Á henni eru engir upprunalegir munir heldur var húsbúnaður keyptur með hliðsjón af heimlildum.

Velkomin á heimili Ingibjargar og Jóns. Á sýningunni er gefin innsýn í daglegt líf á heimili hjónanna Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar. Íbúðin þeirra við Øster Voldgade 12 hefur verið endurgerð svo hún endurspegli búsetu þeirra hér á árunum 1852–1879. Rannsóknir á veggjum íbúðarinnar leiddu í ljós liti frá búskaparárum hjónanna og stuðst var við heimildir um húsbúnað og innréttingar. Heimilið var eins og hvert annað danskt borgaraheimili en heimildum ber saman um að á því hafi verið íslenskur bragur.

Jón var leiðtogi Íslendinga í baráttunni fyrir sjálfstæðu sambandi Íslands við Danakonung og fyrirmynd í sjálfstæðisbaráttu síðari tíma. Heimilið var oft á tíðum líflegt og mannmargt og þar voru haldnir mikilvægustu stjórnmálafundir Íslendinga í Kaupmannahöfn.

Í herbergjum eru upplýsingar um heimilisfólk og baráttu Jóns fyrir sjálfstæði Íslands frá danska ríkinu. Sýningarskrá sem liggur frammi í forstofu og í bókastofu hefur að geyma ýtarlegra lesefni.

Nánari upplýsingar um Jón Sigurðsson