Bókasafnið

Bókasafnið er staðsett í kjallara hússins. Þar er að finna gott úrval af gömlum og nýlegum bókum. Þar á meðal íslensk skáldverk, nýjar þýddar skáldsögur og barnabækur.

Á safninu er gott úrval af íslenskum barnbókum fyrir börn á öllum aldri. 

Bókasafnið er opið á opnunartíma Jónshúss. Einnig er hægt að taka bækur að láni og skila bókum þegar viðburðir eru í húsinu.

Bókasafnið á mikið af velunnurum og endurnýjast bókasafnið fyrst og fremst af bókagjöfum.

Bókasafnið tekur á móti nýlegum íslenskum bókum. 

Mikið er til af bókum og eru bækur á öllum hæðum hússins.  Þar sem gamla skráningarkerfið var ekki lengur virkt, var farið í það verkefni að skrá bækurnar í húsinu og nú er búið að skrá rúmlega 9000 bækur. 

Hægt er að nálgast bækur sem ekki eru geymdar á bókasafninu í kjallara hússins með því að hafa samband við umsjónarmann halla@jonshus.dk. 

Útlán

Bókasafnið virkar þannig að maður nælir sér í bók, skrifar sig á listann og skilar bókinni svo að lestri loknum.