Íslenski söfnuðurinn
Íslenska kirkjustarfið í Danmörku
Guðsþjónustur
Íslenskar guðsþjónustur eru að jafnaði einu sinni í mánuði frá september, síðasta guðsþjónustan er fermingarguðsþjónsta á öðrum degi hvítasunnu í Esajas kirkju.
Kórarnir sem hafa aðstöðu í Jónshúsi skiptast á að syngja í guðsþjónustum. Prestur er sr. Sigfús Kristjánsson. Eftir guðsþjónustu er messukaffi í Jónshúsi í umsjón kóranna.Staðsetning: Esajas Kirke, Malmøgade 14, 2100 København Ø
Leið til eða frá kirkju í Jónshús.
Krakkakirkja
Krakkakirkja er annan hvorn laugardag kl. 11:00. Umsjón hafa Bryndís, Kjartan og Sigfús. Lífleg samvera með söng, sögum og brúðuleikhúsi og eru allir krakkar velkomnir ásamt foreldrum sínum.
Fermingarfræðslan
Fermingarfræðslan fer fram á fermingarmótum haust og vor, auk fræðslufunda í Jónshúsi.
Presturinn
Sigfús Kristjánsson er prestur Íslendinga í Danmörku. Hann er búsettur í Kaupmannahöfn og hefur skrifstofuaðstöðu í Sendiráði Íslands Strandgade 89.
Hægt er að mæla sér mót við Sigfús í Jónshúsi eða í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn. Í sendiráðinu hefur Sigfús að jafnaði viðveru á skrifstofu fjóra daga vikunnar. Hægt er að hafa samband við hann í síma (00 45) 33 18 10 56, íslenskt símanúmer er 545 7726 og netfangið er prestur@kirkjan.dk eða sigfus@kirkjan.is
Staðsetning: Strandgade 89, 1401 København K
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um þessa
starfsþætti og tímasetningar er að finna á heimasíðu
kirkjustarfsins: www.kirkjan.dk og Facebook síðu íslenska safnaðarins í Danmörku.