Húsaskipan
Hús Jóns Sigurðssonar, eða Jónshús, stendur við Øster Voldgade 12. Á þeim tíma sem Jón Sigurðsson bjó í húsinu var það númer 8.
Kjallari, bókasafn o.fl.
Í kjallara er bókasafn, snyrtingar, fundarherbergi, geymslur, ræstiherbergi og kynding. Drykkjarsjálfsalar og setaðstaða er til afnota fyrir gesti hússins. Þráðlaust net.
1. hæð, salur/félagsheimili
Aðalsalur Jónshúss rúmar 60–70 manns í sæti og inn af salnum er lítil setustofa/fundarherbergi. Við salinn er ágætt eldhús. Þar er einnig vinnuaðstaða fyrir kennara, kórstjóra, ljósritunarvél, prentari og þ.h. tæki og geymsla.
2. hæð, skrifstofa umsjónarmanns, fundarherbergi og fræðimannsíbúð
Skrifstofa umsjónarmanns
Umsjónarmaður hefur umsjón og eftirlit með viðhaldi og rekstri hússins og íbúða fræðimanna á 2. og 4. hæð, raðar niður dagskrá hússins o.s.frv.
Fundarherbergi 1
Fundaraðstaða fyrir um það bil 8 –10 manns. Stjórnafundir, safnaðarnefndarfundir, fermingarfræðsla, kennsla, námskeið, nefndafundir og þ.h.
Fræðimannsíbúð
Fræðimaður sem býr í fræðimannsíbúð hverju sinni hefur til afnota vinnustofu á 2. hæð.
3. hæð, sýning Heimili Ingibjargar og Jóns
Á 3. hæð í húsinu er sýning, Heimili Ingibjargar og Jóns. Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852–1879:
Í anda Ingibjargar og Jóns er gestum boðið að ganga um sýninguna eins og þeir væru í heimsókn.
Opinð þriðjudaga til föstudaga kl. 11–17, laugardaga og sunnudaga kl. 10–16.
Nánar um sýninguna.
4. hæð, fræðimannsíbúð og fundarherbergi
Fræðimannsíbúð
Fræðimaður sem býr í fræðimannsíbúð hverju sinni hefur til afnota vinnustofu á 4. hæð.
Fundarherbergi 2
Fundaraðstaða fyrir um það bil 10–12 manns. Stjórnarfundir, safnaðarnefndarfundir, fermingarfræðsla, kennsla, námskeið, nefndafundir og þ.h.
5. hæð, íbúð umsjónarmanns.
Umsjónarmaður Jónshúss er búsettur á 5. hæð hússins.