Ný félagsrit
Vorið 1841 hófu Jón og nokkrir félagar hans útgáfu á
Nýjum félagsritum og var það ársrit. Hafði Jón veg og vanda af ritinu alla tíð og var það höfuðmálgagn hans. Útgáfan var alltaf mjög erfið og mætti misjöfnum skilningi heima á Íslandi.
Ný félagsrit komu út í þrjátíu ár. Upplagið af
Nýjum félagsritum, sem margir mundu telja að verið hafi uppreisnarblað, fékk Jón Sigurðsson að geyma uppi á háalofti í dönsku konungshöllinni.