Jónshús

Um Jónshús

Jónshús í Kaupmannahöfn hefur verið í eigu Alþingis frá árinu 1966 er Carl Sæmundsen stórkaupmaður gaf það í minningu Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Þau hjón bjuggu í húsinu frá árinu 1852 allt til dauðadags, 1879. Húsið er við Øster Voldgade 12.  

Árið 1970 hófst rekstur í húsinu. Þar er nú félagsheimili Íslendinga í Kaupmannahöfn, sýninging á 3.hæð um heimili Ingibjargar og Jóns. Tvær íbúðir fyrir fræðimenn og bókasafn í kjallara hússins.

Einnig hafa Íslendingafélagið, íslenski söfnuðurinn, íslenski skólinn, kórar og margir fleiri aðstöðu í húsinu. Þá er íbúð umsjónarmanns í húsinu, en þar var áður íbúð sendiráðsprests sem gegndi þá jafnframt stöðu umsjónarmanns hússins.

Sýningin um heimili Ingibjargar og Jóns opin sem hér segir: Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 11–17, laugardaga og sunnudaga kl. 10–16 og á öðrum tímum í samráði við forstöðumann Jónshúss.

Heimsókn í Jónshús 

Austurveggur Skoða á korti

Heimilisfang:

Øster Voldgade 12,   
1350 København K

Með Metro:

  • METRO /Nørreport 
  • METRO /Østerport
  • S-tog Nørreport/Østerport  
  • Kystbanen/Østerport 

Leiðaáætlanir:   Rejseplanen.dk