• Jónshús

Við Austurvegg

Við Austurvegg

Þau Jón og Ingibjörg bjuggu í Kaupmannahöfn allan sinn búskap, lengst af á Øster Voldgade 8, en það kölluðu Íslendingar við Austurvegg. Var það leiguhúsnæði og greiddi Jón fyrir það sem svaraði rúmlega 80 þúsund krónum íslenskum í húsaleigu á mánuði, fyrir utan ljósmeti og hita. Hiklaust má segja að heimili þeirra hjóna hafi verið félagsmiðstöð og athvarf Íslendinga í Höfn meðan þeirra naut við. Jón og Ingibjörg voru barnlaus, en tóku til fósturs og ólu upp Sigurð, systurson Jóns.

Óskabarn Íslands

Jón Sigurðsson andaðist í Kaupmannahöfn 7. desember 1879 eftir nokkurra mánaða erfið veikindi. Kona hans, Ingibjörg, sem verið hafði við sjúkrabeð manns síns, lést svo níu dögum síðar. Þau hjón hvíla í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Á silfursveig sem Íslendingar í Höfn settu á kistu Jóns segir: „Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur“.