Listsýningar í sal Jónshúss
Jónshús minnir á að listafólki gefst kostur á að sýna verk sín í sal Jónshúss.
Áhugasamir hafi samband við umsjónarmann hússins, Höllu Benediksdóttur, í síma 2328 1944 eða með því að senda tölvupóst á netfangið halla@jonshus.dk
Kappar og fínerí í anda Ingibjargar E.
Guðrún Gunnarsdóttir myndlistarkona sýndir víraverk út frá höfðurskrauti Ingibjargar (sem hún ber á þeim ljósmyndum sem Guðrún gat fundið) og vatnslitaverk út frá mynstrum á kjólum sem hún ber á ljósmyndum.
Sjá myndir frá opnun hér.
Sigurrós Eiðsdóttir sýnir í Jónshúsi - Sund
SUND er röð ljósmynda eftir Sigurrós sem hún hefur klippt og endurraðað.
Sjá myndir frá opnun hér.
"Hugsað heim"
Október 2017 - apríl 2018Inga Lísa Middelton
Meginstef sýningarinnar er heimþrá en myndirnar sýna tilfinningatengsl höfundar við heimalandið og eru fullar af ljúfsárum söknuði. Ljósmyndarinn, Inga Lísa Middleton, er búsett í Bretlandi en sýnir hér myndir frá heimalandi sínu – Íslandi. Ljósmyndirnar eru teknar víðs vegar um landið og á heildina litið mynda þær ferðasögu. Myndefnið er bæði áþreifanlegt og táknrænt í senn: Kröftugir fossar sem knýja vatnsaflsvirkjanir, lóan sem boðar komu vorsins eftir langan vetur og hvönn sem löngum hefur verið notuð sem lækningajurt. Í myndunum kallast hið hversdagslega á við ljóðræna sýn á landið. Myndirnar eru unnar með aðferð sem á ensku nefnist cyanotype og var þróuð á 19. öld til að fjölfalda prentefni. Heitið vísar til bláa litarins, cyan, sem er einkennandi fyrir myndirnar.
Sigrún kinkar kolli til Ingibjargar, Jóns og Bertels
Apríl 2017 - október 2017 Sigrún Eldjárn
Sýningin fjallaði um Jón Sigurðsson,Ingibjörgu konu hans og Bertel Thorvaldssen. Sigrún sýndi teikningar með vatnslitaívafi. Þær eru byggðar á ljósmyndum af þeim hjónum en líka nokkrum verka Torvaldsens. Myndirnar eru svo kryddaðar með ýmsu óvæntu sem ýtir við og gleður.
Sjá myndir frá opnun hér.