29.8.2017

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2. hæð 2017 - 2018.

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2017 til ágústloka 2018. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 29 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna: 


 • Árni Heimir Ingólfsson, til að vinna að rannsókn á nótnahandritinu „NKS 138 4to“ og tilraun Gísla Jónssonar Skálholtsbiskups til að smíða lúterskt helgihald á síðari hluta 16. aldar.
 • Bjarki Sveinbjörnsson, til að vinna að verkefni um íslenska tónlistarmenn í Kaupmannahöfn.
 • Erla Erlendsdóttir, til að vinna annars vegar verkefni um tökuorð í norrænum tungumálum og hins vegar rannsókn á dönskum og íslenskum þýðingum á kronikum, ferðasögum og bréfum sagnaritara og landafundamanna í Nýja heiminum.
 • Guðlaug Erna Jónsdóttir, til að vinna verkefni um notkun SAVE aðferðarinnar við varðveislu bygginga og byggðar í Danmörku.
 • Guðmundur L. Hafsteinsson, til að vinna verkefni um dönsk áhrif á timburkirkjur á Íslandi á 19. öld.
 • Guðrún Ása Grímsdóttir, til að vinna að útgáfu Sturlunga sögu á vegum Hins íslenska fornritafélags.
 • Haukur Arnþórsson, til að vinna rannsókn á störfum og starfsemi danska þingsins, Folketinget, og samanburði við Alþingi.
 • Helga Kress, til að vinna að rannsóknum á bréfasafni Þorvalds Thoroddsen (NKS 3006 4to).
 • Jörgen L. Pind, til að vinna verkefni um tíunda alþjóðaþingið í sálfræði, Kaupmannahöfn 1932.
 • Margrét Hallgrímsdóttir, til þess annars vegar að taka út sýningar í Jónshúsi og hins vegar að vinna verkefni um upphaf klausturhalds á Íslandi og byggð í Viðey 1150-1300.
 • Ólína K. Þorvarðardóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið „Húslækningar og heimaráð. Saga og þróun íslenskra alþýðulækninga.“
 • Soffía Auður Birgisdóttir, til að vinna annars vegar verkefni sem ber heitið „Þórbergur Þórðarson: Viðtökur á Norðurlöndum“ og hins vegar verkefni um lífshlaup Guðrúnar og Þuríðar Sveinbjarnardætra Egilssonar.
 • Þorvarður Árnason, til að vinna verkefni um norðurljósarannsóknir Dana á Íslandi.
 • Þórdís Edda Jóhannesdóttir, til að vinna verkefni um þrjár miðaldasögur í 16. aldar handritinu „AM 510 4to“.

 

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.

Deila