24.11.2020

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2. hæð hússins 2020 - 2021

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2020 til sama tíma að ári.

Vegna takmarkaðra ferðamöguleika og heimsfaraldurs kórónuveiru urðu fimm fræðimenn frá að hverfa sem höfðu áður fengið úthlutað í fræðimannsíbúð. Úthlutunarnefnd samþykkti einróma að þessir fræðimenn skyldu hafa forgang við dvöl í fræðimannsíbúð á því tímabili sem til úthlutunar var. Alls bárust 28 umsóknir og þeir fræðimenn sem fengu úthlutun, ásamt þeim sem bættur var dvalartími, eru:

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2020 til sama tíma að ári.

Vegna takmarkaðra ferðamöguleika og heimsfaraldurs kórónuveiru urðu fimm fræðimenn frá að hverfa sem höfðu áður fengið úthlutað í fræðimannsíbúð. Úthlutunarnefnd samþykkti einróma að þessir fræðimenn skyldu hafa forgang við dvöl í fræðimannsíbúð á því tímabili sem til úthlutunar var. Alls bárust 28 umsóknir og þeir fræðimenn sem fengu úthlutun, ásamt þeim sem bættur var dvalartími, eru:

 • Anna Helga Jónsdóttir, til að vinna að þróun kennsluhugbúnaðar í tölfræði og stærðfræði;
 • Ágúst Geir Ágústsson, til að vinna verkefni um stjórnarskrárbundið verkskiptingarvald forsætisráðherra og samanburð á meðferð þess hér á landi og í Danmörku;
 • Björn Guðbjörnsson og Kolbrún Albertsdóttir, til að vinna annars vegar að norrænu og evrópsku rannsóknarsamstarfi um notkun líftæknilyfja gegn gigtarsjúkdómum og hins vegar verkefni sem ber heitið „Undragerð rammra örlaga“;
 • Clarence E. Glad, til að vinna verkefni um áhrif dansk-íslenskrar samvinnu við útgáfur fornnorrænna rita í Kaupmannahöfn 1825–1864;
 • Helgi Tómasson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Tímaraðagreining í samfelldum tíma á skuldabréfamarkaði: Hugsanleg áhrif kerfisbreytinga“;
 • Helgi Þorláksson, til að vinna verkefni um Íslandslýsingar frá 16. öld;
 • Hrafnhildur Schram, til að vinna verkefni sem ber heitið „Feðgarnir Gottskálk Þorvaldsson myndskeri (1741–1806) og Albert (Bertel) Thorvaldsen (1770–1844) og höggmyndalistin“;
 • Kristjana Kristinsdóttir, til að rannsaka skjöl í Leyndarskjalasafni konungs frá 16.–17. öld sem varða Ísland;
 • Kristján Árnason, til að vinna að ritun handbókar um sögu íslenskrar tungu;
 • Sif Ormarsdóttir, til að vinna að ICE-IBD gagnagrunni yfir sjúklinga með langvinna bólgusjúkdóma í görn sem fá meðferð með líftæknilyfjum;
 • Snæfríður Þóra Egilson, til að vinna að rannsókn á lífsgæðum og þátttöku fatlaðra barna og unglinga;
 • Viðar Hreinsson, til að vinna verkefni um Jón lærða og norræn vísindi á 17. og 18. öld;
 • Örnólfur Thorsson, til að vinna að nýrri útgáfu fornaldarsagna.

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann áAkureyri, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.