17.11.2015

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2016, 4. hæð

Úthlutunarnefnd bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 32 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til að vinna að 11 verkefnum.

Úthlutanir 2016:

 • Ársæll Guðmundsson, til að vinna rannsókn á aðferðarfræði Energinet við undirbúning framkvæmda í flutningskerfum raforku;
 • Ásta Svavarsdóttir, til að vinna verkefni um málbreytingar og tilbrigði í íslensku máli á 19. öld: tilurð opinbers málstaðals;
 • Clarence E. Glad, til að vinna verkefni sem ber heitið „Rask 104 og æfisaga Sveinbjarnar Egilssonar (1791-1852)“;
 • Eiríkur G. Guðmundsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Stórabóla 1707-1709 á Íslandi og bólusóttir í Danmörku á öndverðri 18. öld“;
 • Harpa Björnsdóttir, til að vinna verkefni um lífssögu Sölva Helgasonar;
 • Ólafur Kvaran, til að vinna verkefni um Einar Jónsson myndhöggvara;
 • Stefán Már Stefánsson, til að vinna verkefni um sjóði í félögum og ráðstöfun þeirra;
 • Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, til að vinna að samanburði á heilbrigðiskerfum og heilsufari á Norðurlöndum;
 • Þorleifur Hauksson, til að vinna að útgáfu Jómsvíkinga sögu á vegum  Hins íslenska fornritafélags.
 • Þórður Helgason, til að vinna verkefni um sögu íslensks brags á 19. og 20. öld;
 • Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið: „Skúli landfógeti Magnússon - saga frá átjándu öld.“


Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor við Háskólann á Bifröst, sem er formaður nefndarinnar, dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, og dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.