14.10.2021

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar á 2. hæð hússins 2021 - 2022

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2021 til sama tíma að ári. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 27 gildar umsóknir. Þeir sem fengu úthlutað á yfirstandandi tímabili en gátu ekki nýtt dvöl vegna ferðatakmarkana og heimsfaraldurs kórónuveiru fengu forgang við úthlutun, sbr. auglýsingu á vef Jónshúss.

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2021 til sama tíma að ári. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 27 gildar umsóknir. Þeir sem fengu úthlutað á yfirstandandi tímabili en gátu ekki nýtt dvöl vegna ferðatakmarkana og heimsfaraldurs kórónuveiru fengu forgang við úthlutun, sbr. auglýsingu á vef Jónshúss.


Fræðimenn sem fengu úthlutun, fyrir utan þá sem bættur var dvalartími, eru:

  • Birna Arnbjörnsdóttir, til að vinna að verkefni um sambýli tungumála á Vestnorræna svæðinu.
  • Guðmundur Hálfdánarson, til að vinna verkefni sem ber vinnuheitið „Endalok heimsveldis: Samskipti Danmerkur við hjálendur í N-Atlantshafi“.
  • María J. Gunnarsdóttir, til að vinna verkefni um öryggi neysluvatns og upplýsingagjöf til notenda.
  • Páll Baldvinsson, til að vinna verkefni um Apolloníu Schwartzkopf.
  • Sigurður Brynjólfsson, til að vinna að rannsóknum um hagnýtingu kerfislíffræði til sjálfbærrar framleiðslu á verðmætum efnum með örverum.
  • Sverrir Jakobsson, til að vinna verkefni sem ber vinnuheitið „The Breiðafjörður region 1400–1720“.


Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.