15.12.2016

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 4. hæð árið 2017.

Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 23 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til að vinna að 10 verkefnum:

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins árið 2017.

Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 23 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til að vinna að 10 verkefnum:

  • Auður H. Ingólfsdóttir, til að vinna verkefni um sjálfbærni á Norðurlöndum;
  • Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Á vindanna vængjum. Jarðreisa Sæmundar Magnússonar Hólm“;
  • Haukur Þorgeirsson, til að vinna verkefni sem snýr að handriti Snorra Eddu;
  • Hjörleifur Stefánsson, til að vinna verkefni um torfhúsabæinn Reykjavík, híbýli leiguliða og tómthúsmanna;
  • Hörður Geirsson, til að vinna verkefni um ferðir ljósmyndarans Johan Holm-Hansen á Íslandi 1866 og 1867;
  • Illugi Jökulsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Maðurinn sem vildi vera biskup. Sjálfsævisaga Ólafs Gíslasonar“;
  • Íris Ellenberger, til að vinna verkefni um mót innlendrar og erlendrar menningar í Reykjavík 1900-1920;
  • Jónína Einarsdóttir, til að vinna verkefni um sumardvöl barna í sveit;
  • Sverrir Jakobsson, til að vinna verkefni um Væringja í Austurvegi;
  • Þórunn Sigurðardóttir, til að vinna að rannsóknum á handritinu „Rask88a“.

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor við Háskólann á Bifröst, sem er formaður nefndarinnar, dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, og dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.