11.5.2009

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2009-2010

Alls bárust nefndinni að þessu sinni 28 umsóknir. Tíu fræðimenn fá afnot af íbúðinni.

 

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá september 2009 til ágústloka 2010.

 

Alls bárust nefndinni að þessu sinni 28 umsóknir. Tíu fræðimenn fá afnot af íbúðinni, sem hér segir:

 

 

 

 

  • Bryndís Hlöðversdóttir til að vinna að verkefni um eftirlitshlutverk danska þjóðþingsins eftir lagabreytingarnar 1999.
  • Clarence E. Glad til að vinna að verkefni um klassíska menntun á Íslandi.
  • Eggert Þór Bernharðsson til að vinna að verkefni um sögumiðlun og sýningar í Kaupmannahöfn og á Íslandi.
  • Einar Sigurbjörnsson til að vinna að rannsóknum í sálmafræði.
  • Jón Karl Helgason til að vinna að verkefni um arfleifð þjóðardýrðlinga; Jónas Hallgrímsson í evrópsku og kaþólsku samhengi.
  • Margrét Eggertsdóttir til að rannsaka sálmaþýðingar Stefáns Ólafssonar í Vallanesi og áhrif þeirra á íslenska menningarsögu.
  • Tinna Laufey Ásgeirsdóttir til að vinna verkefni um áhrif samfélagsgerðar og Norræns stofnanaumhverfis á heilsu og heilsudreifingu.
  • Valdimar Tr. Hafstein til að vinna verkefni um „Þjóðkvæðastríðið“; höfundarhugtakið og eignarhald á hugverkum.
  • Þór Eyfeld Magnússon til að vinna verkefni um íslenska gullsmiði sem lærðu í Danmörku á 18. og 19. öld og ílentust þar.
  • Þórður Ingi Guðjónsson til að vinna verkefni um Varðveislu Gísla sögu Súrssonar og „akademíska skrifara á 18. öld“.

 

 

 

 

 

 

 

 

Í nefndinni eiga sæti Anna Agnarsdóttir prófessor við Háskóla Íslands, formaður, Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst og Kristinn Ólason, rektor Skálholtsskóla.Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, alþjóðaritari á skrifstofu forseta Alþingis.

 

Fræðimannsíbúðin í Kaupmannahöfn, tengd nafni Jóns Sigurðssonar, er skammt frá Jónshúsi, í Sankt Pauls Gade 70. Fræðimaður hefur vinnustofu í Jónshúsi.