29.9.2016

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2016, 2. hæð.

Úthlutunarnefnd bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 29 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til að vinna að 10 verkefnum.

 

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2016 til ágústloka 2017.

Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 29 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til að vinna að 10 verkefnum:

  • Elsa Eiríksdóttir, til að vinna að samanburði á starfsmenntunarkerfum Íslands og Danmerkur;
  • Gauti Kristmannsson, til að vinna verkefni um áhrif bókmenntaarfs Norðurlanda og þýðingar á skilgreiningar þjóðar- og heimsbókmennta;
  • Gylfi Zoega, til að vinna verkefni um peningastefnu í litlu opnu hagkerfi;
  • Jón Karl Helgason, til að vinna verkefni um tímamótasiglinu Esjunnar til Hafnar sumarið 1945;
  • Karl Skírnisson, til að vinna að rannsóknum á íslenskum sníkjudýrum á Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn;
  • Margrét Gunnarsdóttir, til að vinna að sagnfræðirannsókn á Íslandssögunni í dönsku samhengi 1780-1840, ásamt upplýsingagjöf og ráðgjöf við endurgerð íbúðar Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur;
  • Orri Vésteinsson, til að vinna að rannsókn á Hvalseyjar- og Garðasókn á Grænlandi;
  • Pétur B. Lúthersson, til að vinna að rannsókn á verkum íslenskra nema í viðurkenndum listiðnaðarskólum og hönnunarskólum í Kaupmannahöfn frá lokum síðari heimsstyrjaldar og áhrif þeirra á íslenska hönnun og menningarlíf;
  • Rúrí (Þuríður Rúrí Fannberg), til að vinna að uppsetningu listsýningarinnar „Fragile Systems“;
  • Steingrímur Jónsson, til að vinna að rannsókn á þætti Dana í rannsóknum á hafstraumum við Ísland, sérstaklega í Grænlandssundi;

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor við Háskólann á Bifröst, sem er formaður nefndarinnar, dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, og dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.