Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar á 2. hæð hússins 2018 - 2019.
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2018 til ágústloka 2019. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 28 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna:
Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2018 til ágústloka 2019. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 28 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna:
- Eyjólfur Pálsson, til að vinna verkefni um ímynd danskra hönnunarvörumerkja í samanburði við íslensk hönnunarvörumerki;
- Guðbjörg Kristjánsdóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið „The Icelandic Teiknibók. A Late Medieval Model Book“;
- Guðmundur Magnússon, til að vinna verkefni um sögu séra Friðriks;
- Hildur Hákonardóttir, til að vinna að rannsókn á dönskum áhrifum á daglegt líf Íslendinga gegnum biskupsstólana - einkum þó Skálholt - í lúterskum sið í sambandi við bókaskrif um biskupsfrúrnar þar 1543-1805;
- Hjörleifur Guttormsson, til að vinna að rannsókn á stefnu Íslands og annarra Norðurlanda í málefnum Norðurskautsins eins og hún hefur birst á vettvangi Norðurlandaráðs síðasta aldarþriðjung;
- Jóhannes B. Sigtryggsson, til að vinna verkefni um Stöðlun íslenskunnar og Rasmus Kr. Rask;
- Júlíus Sólnes, til að vinna verkefni um áhrif gróðurhúsalofttegunda og hnattrænnar hlýnunar;
- Magnús Gottfreðsson, til að vinna að rannsókn á Spánsku veikinni á Íslandi 1918 og tengsl við fyrri faraldra;
- Margrét Eggertsdóttir, til að vinna að rannsókn á íslenskum pappírshandritum í Kaupmannahöfn
- María J. Gunnarsdóttir, til að vinna að rannsókn á öryggi neysluvatns hjá minni vatnsveitum á Norðurlöndum;
- Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Hrafn A. Harðarson, til að vinna annars vegar að verkefni um ævi og störf íslensk-þýska listamannsins Wilhelms Ernst Beckmann, og hins vegar verkefni sem ber heitið „Dansk-íslenska félagið á tímamótum. Hvert skal haldið?“;
- Soffía Guðný Guðmundsdóttir, til að vinna að verkefni sem ber heitið „Skáldskaparmálið í sögum um Ísland: Vísur í Arons sögu Hjörleifssonar búnar til útgáfu í 4. bindi alþjóðlegrar dróttkvæðaútgáfu (The Skaldic-project)“;
- Stefán Thors, til að vinna verkefni sem nefnist „Uppbygging frístundhúsasvæða og stakra húsa. Hvernig standa Danir að málum?“
Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.
Með góðri kveðju,