31.7.2018

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar á 4. hæð árið 2018.

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins almanaksárið 2018. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 31 verkefni. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna:  

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins almanaksárið 2018. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 31 verkefni. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna:  

 • Auður Hauksdóttir, til að vinna verkefni um danska tungu og menningu á Íslandi í sögulegu ljósi;
 • Bragi Guðmundsson, til að vinna verkefni um námsgreinina sögu og grenndaraðferð í skólastarfi.
 • Brynja Björnsdóttir, til að vinna verkefni um þróun dansk-íslenskra laga um fæðingar- og ríksborgararétt og veitingu ríkisborgararéttar frá 19. öld til 1944;
 • Guðrún Tryggvadóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið „Lífsverk 13 kirkjur Á.J.S.“
 • Gunnar Þór Bjarnason, til að vinna verkefni um fullveldi Íslands 1918;
 • Hafdís H. Ólafsdóttir, til að vinna að undirbúningi handbókar um lagasnið þingskjala og lagahefð;
 • Helga Gottfreðsdóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið „Prenatal diagnosis of Down's syndrome in the Nordic countries: A qualitative study of prospective parents' experiences and decision-making“
 • Hilmar J. Malmquist, til að vinna verkefni um sléttbaka frá Íslandi í fórum Dana;
 • Ingi Bogi Ingason, til að vinna verkefni um þróun iðn- og tæknimenntunar í Danmörku;
 • Katrín Ólafsdóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið „The gender wage gap over the economic cycle: A Nordic Comparison“
 • Ólafur Þór Ævarsson, til að vinna verkefni um streitu á Norðurlöndum;
 • Ævar Harðarson, til að vinna verkefni um fræðastörf Magnúsar Eiríkssonar í Kaupmannahöfn 1831-1881.

 Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.