Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar á 4. hæð árið 2021
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins árið 2021. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 34 gildar umsóknir. Þeir sem fengu úthlutað á yfirstandandi tímabili en gátu ekki nýtt dvöl vegna ferðatakmarkana og heimsfaraldurs kórónuveiru fengu forgang við úthlutun, sbr. auglýsingu á vef Jónshúss.
Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins árið 2021. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 34 gildar umsóknir. Þeir sem fengu úthlutað á yfirstandandi tímabili en gátu ekki nýtt dvöl vegna ferðatakmarkana og heimsfaraldurs kórónuveiru fengu forgang við úthlutun, sbr. auglýsingu á vef Jónshúss.
Fræðimenn sem fengu úthlutun, fyrir utan þá sem bættur var dvalartími, eru:
- Árni Heimir Ingólfsson, til að vinna að rannsókn á íslenskum nótnahandritabrotum í Konungsbókhlöðu, efni þeirra og uppruna.
- Árún K. Sigurðardóttir og Steingrímur Jónsson, til að vinna annars vegar verkefni sem ber vinnuheitið „Leiðbeinandi sjálfsákvörðun "Guided Self-Determination (GSD)" hjúkrunarstýrð fræðsluaðferð“ og hins vegar könnun á þætti Dana í rannsóknum á hafstraumum við Ísland, sérstaklega í Grænlandssundi.
- Ásdís Halla Bragadóttir, til að rita sögulega bók um ævi Moritz Halldórssonar Friðrikssonar.
- Ásta Kristín Benediktsdóttir, til að vinna verkefni um dönsk áhrif og birtingarmyndir Kaupmannahafnar í íslenskum hinsegin bókmenntum.
- Eiríkur Bergmann Einarsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Democracy’s Dilemmas: Populism versus Elitist Anti-Populism Across Europe (AntiDem)“.
- Erla Dóris Halldórsdóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið „Koplik: Saga mislinga meðal fullorðinna á Íslandi 1846–1966“.
- Gylfi Gunnlaugsson, til að vinna verkefni um íslensk fornrit og þjóðernisumræðu í dönskum blöðum og tímaritum á 19. öld.
- Hrefna Róbertsdóttir, til að vinna verkefni um bæi, þorp og byggðir við Norður-Atlantshaf 1500–1800.
- Kirsten Simonsen, til að vinna verkefni sem ber vinnuheitið „I den 11. time – De danske arkitektskolers opmålingsrejser i Island 1970– 2006“.
- Páll Baldvin Baldvinsson, til að vinna að rannsókn á afdrifum Apolloníu Swartzkopff.
· Sigríður Hagalín Björnsdóttir, til að vinna að skáldsögu um Ólöfu ríku Loftsdóttur.
Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.