24.11.2020

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar á 4. hæð árið 2020

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins almanaksárið 2020. Alls bárust 48 gildar umsóknir. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna:

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins almanaksárið 2020. Alls bárust 48 gildar umsóknir. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna:

 

 • Ástþór Gíslason, til að vinna að MEESO rannsóknarverkefninu – Evrópuverkefni um lífríki miðsjávarlaga.
 • Eiríkur Hermannsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Vonskuverk og misgjörningar - saga sex Íslendinga sem afplánuðu í Stokkhúsinu 1806-1810“;
 • Helgi Þorláksson, til að vinna verkefni um Íslandslýsingar frá 16. öld;
 • Jón Hjaltason til að vinna verkefni sem ber heitið „Glæpamenn og hórkarlar, hagnýtt dæmi: saga Markúsar Ívarssonar, f. 1833 - d. 1929“;
 • Kristjana Kristinsdóttir, til að rannsaka skjöl í Leyndarskjalasafni konungs frá 16.-17. öld sem varða Ísland;
 • Kristrún Kristinsdóttir, til að vinna rannsókn á meðferð mála á grundvelli Haagsamnings um afhendingu brotnuminna barna;
 • Lilja Árnadóttir, til að vinna að rannsókn á íslenskum textílverkum í Þjóðminjasafni Dana með áherslu á kirkjuklæði;
 • Ólafur Ingólfsson, til að vinna verkefni um sprungufyllingar og krákustígsása við framhlaupsjökla;
 • Rannver H. Hannesson, til að vinna að rannsóknum á teikningum Sæmundar Hólm Magnússonar (1749-1821) sem varðveittar eru á dönskum söfnum;
 • Sigrún Eldjárn, til að setja upp sýningu í Jónshúsi og undirbúa bókarskrif um „Kugg í Kaupmannahöfn“.
 • Steindór J. Erlingsson, til að vinna verkefni um Þorvald Thoroddsen og náttúru Íslands;
 • Sölvi Björn Sigurðsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Kóperníka“;
 • Þórsteinn Ragnarsson, til að vinna verkefni sem snýr að samanburði á útfararsiðum Dana og Íslendinga.

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.

Með góðri kveðju,