3.9.2019

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2. hæð hússins 2019 - 2020

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2019 til ágústloka 2020. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 43 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna: 

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

 

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2019 til ágústloka 2020. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 43 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna: 

 • Steinunn Þórarinsdóttir og Jón Ársæll Þórðarsson, til að vinna annars vegar að listaverkasýningum, rannsóknum og fyrirlestrum, og hins vegar handritsgerð að sjónvarpsþáttaröð um Jón Indíafara.
 • Þorsteinn Vilhjálmsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Kaupstaðarsóttin: Skörun, stéttarskipting og kynferði í Reykjavík 1875-1940“
 • Inga Lára Baldvinsdóttir, til að vinna að rannsókn um ævi og störf fyrsta íslenska kvenljósmyndarans.
 • Jörgen Pind, til að vinna að endurskoðaðri útgáfu ævisögu Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings.
 • Davíð Logi Sigurðsson, til að vinna að bókaskrifum um afdrif Íslendinga við hernám Danmerkur.
 • Arndís S. Árnadóttir, til að vinna að bók um Svein Kjarval, húsgagna- og innanhússarkitekt, í tilefni þess að hundrað ár eru frá fæðingu hans.
 • Þóra Steingrímsdóttir, til að vinna við ritstýringu norrænnar rafrænnar textabókar fyrir læknanema í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum.
 • Viðar Hreinsson, til að vinna verkefni um Jón lærða og norræn vísindi á 17. og 18. öld.
 • Kristján Árnason, til að vinna að ritun handbókar um sögu íslenskrar tungu.
 • Inga Bergmann Árnadóttir, til að vinna að rannsókn á glerungseyðingu íslenskra og danskra ungmenna.
 • Sigrún Alba Sigurðardóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið „Ljóðræn frásögn í norrænum samtímaljósmyndum“
 • Guðmundur Ólafsson, til að vinna að rannsókn sem ber heitið „The complex developement of a Greenlandic Norse Farm. Analyses of the buildings at the GUS site“.

 Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.