25.5.2022

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar á 2. hæð hússins 2022 - 2023

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2022 til sama tíma að ári. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 33 gildar umsóknir.

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2022 til sama tíma að ári. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 33 gildar umsóknir.


Fræðimenn sem fengu úthlutun eru:

 • Auður Hauksdóttir, til að vinna að rannsókn um tengsl íslensku og dönsku á 19. öld.
 • Ásgeir B. Torfason, til að vinna verkefni um endurskoðun fjármálareglna í ljósi heimsfaraldurs.
 • Birgir Hermannsson, til að vinna verkefni um málpólitík, málstefnu og réttlæti.
 • Björn Marteinsson, til að vinna að skoða danskar aðferðir og ferla í greiningu raka og mygluvanda.
 • Guðrún Ingólfsdóttir, til að vinna verkefni sem ber heitið „Heimsmynd og hjáfræði. Sópuður úr handritasyrpum fólks á 18. og 19. öld“.
 • Halldór Guðmundsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Mynd Kaupmannahafnar í íslenskum bókmenntum“.
 • Inga Þórsdóttir, til að vinna samanburðarrannsókn á næringu ungbarna og astma á Íslandi og í Danmörku.
 • Sigríður Bachmann, til að vinna að verkefni sem ber heitið „Konur – áhrifavaldar í lífi Hannesar Hafstein“.
 • Þór Whitehead, til að vinna verkefni sem ber heitið „Ísland, Danmörk og Evrópustórveldin 1933–1944“
 • Þórdís Gísladóttir, til að vinna verkefni sem nefnist „Helga Havsteen Gad (röð þátta um íslenskar konur í Kaupmannahöfn á 20. öld)“.
 • Þórdís Zoëga, til að vinna verkefni um áhrif danskrar húsgagnahönnunar á íslenska hönnun frá 1970 til okkar daga.
 • Þórólfur G. Matthíasson, til að vinna að ritun kennslubókar í hagfræði fyrir framhaldsskóla.

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.