2.4.2019

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar á 4. hæð árið 2019.

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins almanaksárið 2019. Nefndinni bárust að þessu sinni 36 gildar umsóknir um dvöl í fræðimannsíbúðinni. 

Úthlutað var dvalartíma til eftirtalinna fræðimanna: 

  •  Anna Agnarsdóttir, til að vinna verkefni um samskipti Íslands og Frakklands á 18. öld.
  •  Ari Páll Kristinsson, til að vinna verkefni um íslenska, danska og norræna málstefnu.
  • Árni Daníel Júlíusson, til að vinna verkefni um selstöðuverslunina á Íslandi 1806-1906;
  • Ása Ólafsdóttir, til að vinna verkefni um samningarétt;
  • Eiríkur Örn Arnarson, til að verkefni um forvörn geðlægðar meðal ungmenna;
  • Gísli Pálsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Örlög geirfuglsins: aldauði tegunda“;
  • Kristín Bragadóttir, til að vinna verkefni um Hólavallaskóla 1786-1804;
  • Kristín G. Guðnadóttir, til að vinna verkefni um námsferðir íslenskra myndlistarmanna frá Kaupmannahöfn til Ítalíu á árunum 1900-1935;
  • Maria Elvira Mendez Pinedo, til að vinna verkefni um virkni Evrópuréttar: endurskoðun eigin fræðibókar með sérstaka áherslu á Danmörku og Ísland;
  • Marianne Rasmussen, til að vinna verkefni sem ber heitið „Part of ARCPATH“;
  • Njörður Sigurðsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Danska sendingin 1928. Skjalakröfur, sjálfsmynd og sjálfstæðisbarátta“;
  • Vilhjálmur Árnason, til að vinna verkefni um þýðingu tilvistargreiningar Kirkegaards fyrir nútímaerfðafræði;
  • Þóra Pétursdóttir, til að vinna að verkefni sem ber heitið „Reki - fornleifafræði utan seilingar“.

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður nefndarinnar, dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður. 

Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.