Ársskýrsla

Árið 2021

1.2.2022

Starfsemi Jónshúss lá niðri í upphafi árs og fram að lok apríl þegar unnt var að opna húsið. Starfsemin fór hægt af stað með AA – fundum og Krílasöng en í maí bættist við og í byrjun júní var ágætur gangur í húsinu. Að loknu sumarfríi hófst starfsemin af krafti og keyrði á fullu alveg fram í desember.

Föst starfsemi í húsinu er sem hér segir:

 • fimm kórar æfa vikulega í húsinu
 • krílasöngur alla þriðjudaga
 • krúttkór annan hvorn laugardag
 • íslenskukennsla á mánudögum og þriðjudögum
 • AA fundir alla sunnudaga
 • krakkakirkja annan hvern laugardag
 • opið hús Heldri Borgara á miðvikudögum
 • prjónakaffi fyrsta þriðjudag í mánuði
 • foreldramorgnar alla fimmtudaga
 • Íslendingafélagið stendur fyrir spilavist einu sinni í mánuð

Breytingar

Íslenskuskólinn ekki lengur á laugardögum heldur er kennt á mánudögum og þriðjudögum í Jónshúsi, og á fimmtudögum í grunnskóla á Amager.

Krúttkór fyrir börn á aldrinum 3 – 5 ára hóf starfsemi á árinu.

Sunnudagaskólinn breytti um nafn og heitir nú Krakkakirkja og er annan hvern laugardag.

Tungumálahetjurnar er námskeið fyrir börn á laugardögum.

Auk fastrar starfsemi var eftirfarandi á dagskrá hússins

 • Í maí var Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmökru með fræðslufund ”Að vingast við markaðsetningu”.
 • Katla Nordic, sem er félagskapur ungra kvenna í atvinnulífinu, var með fræðlsufund „Kötlugos“.
 • Í júní hélt Ólafur Ingólfsson, jarðfræðingur og fræðimaður í Jónshúsi, erindi á opnu húsi Heldri borgara „ Eldsumbortin í Geldingardölum“.
 • Böðvar Guðmundsson rithöfundur hlaut verðlaun Jóns Sigurðssonar árið 2020. Í júní heimsótti forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, Jónshús og Böðvari voru formlega veitt verðlaunin.
 • Í ágúst var opnun myndlistasýningar Steinunnar Helgu Sigurðardóttur ”Vinir”.
 • Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid heimsóttu Jónshús í ágúst.
 • Fræðimennirnir Ásta Kristín Benediktsdóttir lektor í íslenskum samtímabókmenntum og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur héldu erdindi sem hét Hinsegin huldukonur.
 • Í september náðist loks að halda upp á 50 ára starfsafmæli Jónshúss.
 • Auður Hauksdóttir hlaut verðlaun Jóns Sigruðssonar árið 2021.
 • Í lok september var Félag kvenna í atvinnulífinu með fræðuslund sem hét Úr IT í ævintýri.
 • Í október var aðalfundur Íslendingafélagisns.
 • Fræðimaðurinn Páll Baldvinn Baldvinson sagnfræðingur sagði frá bókum sínum Síladarævinrýrið og Stríðsárin á opnu húsi heldri borgara.
 • Íslendingafélagið bauð upp á viðburð „Pöbbkviss og trúbador“.
 • Eins og undanfarin ár fengu nemar DTU húsið lánað fyrsta föstudag í nóvember til að fagna J-deginum.
 • Um miðjan nóvember var opnun sýningar Fjólu Jóns og Trausta Traustasonar ”Við erum öll öðruvísi
 • Katla Nordic hélt fræðslufund í nóvember.
 • Verkefræðistofan Efla á Íslandi bauð nemum úr DTU til kynningarfundar.
 • Í desember var haldinn íslenskur jólamarkaður.
 • Sunnudagskaffi var í september og október, en kaffsalan er fjáröflun kóranna í Jónshúsi.
 • Fyrsta miðvikudag í mánuði buðu Heldri borgarar upp á þjóðlegan íslenskan mat eins og plokkfisk, slátur og kjötsúpu.

 Nánar um starfsemina

Kórarnir í Jónshúsi

Kvennakórinn æfir á mánudögum og hefur haft aðstöðu í Jónhúsi í yfir 20 ár. Kórstjóri er María Ösp Ómarsdóttir. Á miðvikudögum er mikið sungið, fyrst mæta strákarnir í Hafnarbræðrum sem hafa verið hér síðan 2018 undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttir. Síðan koma stelpurnar í Dóttur sem eru hafa sungið í húsinu í sex ár, undir stjórn Eyrúnuar Ingu Magnúsdóttur. Kammerkórinn Staka æfir á fimmtudögum og hefur gert undanfarin ellefu ár. Í Stöku eru ekki eingöngu Íslendingar og kórstórinn þeirra er færeyingurinn Tóra Vestaergaard. Á laugardögum er ört stækkandi barnakór sem hefur verið starfræktur í þrjú ár undir leiðsögn Sólveigar Önnu Aradóttur og Maríu Aspar Ómarsdóttur. Þær Sólveg (Sóla) og María fóru á árinu af stað með nýjan kór ”Krúttkórinn ” og hafa viðtökurnar komið skemmtilega á óvart, áhugi forledra og barna er mikill.

Töluverð hreifing er á meðlimum kóranna og á hverju hausti er auglýst eftir nýju fólki.

Sýningar á sal

Í ár voru haldanar þrjár sýningar á sal hússins.

Fyrst var sýning Steinunnar Helgu ”Vinir”. Sýningin var opnuð fyrsta laugardag í ágúst og stóð yfir fram til 5. september. Fjöldi gesta lagði leið sína í Jónshús á opnunina þar sem meðal annars boðið upp á íslenskar pönnukökur.

Í tenglsum við 50 ára afmæli Jónshúss þann 11. september voru gerð veggspjöld með brotum úr sögu hússins. Sýningin var á sal fram til 10. nóvember.

Þann 13. nóvember var opnun sýningingar Fjólu Jóns og Trausta Traustasönar ”Við erum öll öðruvísi” . Opnunin var vel heppnuð þar sem meðal annars var boðið upp á tónlistaratriði Arnars Arna og veitingar. Sýninging mun standa út janúar 2022.

Heimsóknir og hópar

Framan að árinu og fram á haust var lítið um ferðamenn í húsinu. En þegar líða tók á haustið fóru ferðmenn að koma í Jónshús í minni og stærri hópum og hefur umsjónarmaður í raun aldrei tekið á móti eins mörgum hópum og í ár. Í nóvember og desember var mikið um að stórir hópar komu í húsið. Fastur liður á aðventu er heimsókn eldri borgara úr Reykjavík og í ár var áhuginn mikill, hóparnir margir.

Fræðimenn í Jónshúsi

Eins og undanfarin ár var mikil áskókn í að fá að dvelja sem fræðimaður í Jónshúsi. Árið 2021 fengu 24 fræðimenn úthlutað íbúð til dvalar í húsinu. Í upphafi árs voru nokkrir fræðimenn sem frestuðu dvöl sinni. Að jafnaði dvelja fræðimenn fjórar vikur en sökum aðstæðna var farið þá leið að bjóða upp á dvöl í þrjár vikur til að koma til móts við þá sem náðu ekki að nýta sér dvöl í húsinu fyrri hluta árs. Als dvöldu 20 fræðimenn í húsinu á árinu.

Jónshús í 50 ár

Þann 12. september 2020 voru 50 ár frá upphafi félags- og menningarstarfs Íslendinga í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Vegna kringumstæðna í heimsfaraldri var ekki unnt að fagna þessum tímamótum fyrr en tæpu ári síðar, laugardaginn 11. september 2021.

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flutti hátíðarræðu í tilefni tímamótanna og Guðrún Þorsteinsdóttir talaði af hálfu notenda Jónshúss. Þá afhenti þingforseti Verðlaun Jóns Sigurðssonar fyrir árið 2021, en að þessu sinni féllu þau í hlut Auðar Hauksdóttur, prófessors emeritus. Auður hefur verið mikilvirk í rannsóknum á danskri menningu og danskri tungu sem erlendu máli og hefur lagt af mörkum ríkulegan skerf til skilnings á mikilvægi dönskukennslu í íslenska skólakerfinu og þeirri þýðingu sem danska hefur sem samskiptamál fyrir Íslendinga við aðrar norrænar þjóðir.

Sett hafa verið upp veggspjöld í Jónshúsi í tilefni afmælisins sem veita innsýn í sögu hússins og starfsemina þar á umliðnum fimmtíu árum, auk ljósmynda og fréttamynda sem birst hafa af Jónshúsi í dagblöðum. Þá má finna má fjölþættan sögulegan fróðleik á afmælisvef Jónshúss. Gestum var boðið upp á grillaðar pylsur og drykki og flutt voru tónlistaratriði af Íslendingum búsettum á Hafnarslóð.

Myndir frá 11. september 2021.

Jónshús á samfélagsmiðlum

Fylgjendum á samfélagsmiðlum fjölgar jafnt og þétt og er gaman að sjá hvað margir fylgjast með því sem fram fer í húsinu. Nú eru yfir 3.000 fylgjendur á facebooksíðu Jónshúss og tæplega 1.000 fylgendur á Instagram.

Um leið og við þökkum fyrir liðið ár, óskum við notendum hússins, og fylgjendum á samfélagsmiðlum sem eru bæði hér í Danmörku og á Íslandi og öllum öðrum farsældar á árinu sem var að byrja og vonumst eftir að starfsemin haldi áfram að blómstra.

Efnisvalmynd