Ársskýrsla

Árið 2024

16.1.2025

Í tilefni áramóta er gaman að líta til baka og fara yfir það sem gerðist í Jónshúsi á liðnu ári. Hér er samantekt um starfsemi hússins árið 2024:

Föst starfsemi í húsinu er sem hér segir:

  • Fjórir kórar æfa vikulega í húsinu
  • Móðurmálsskóli á þriðjudögum
  • AA fundir á sunnudögum
  • Krakkakirkja annan hvern laugardag
  • Krúttkór alla laugardaga
  • Opið hús Heldri borgara annan hvern miðvikudag
  • Prjónakaffi Garnaflækjunnar fyrsta þriðjudag í mánuði
  • Krílasöngur á fimmtudögum
  • Foreldramorgnar á fimmtudögum
  • Spilavist síðasta föstudag í mánuði
  • Fermingarfræðsla

Auk fastrar starfsemi var eftirfarandi á dagskrá hússins:

Janúar

· Þrettándagleði, fjölskylduskemmtun, fjáröflun Hafnarbræðra

· Námskeið Töfrakistunnar: að setja sér markmið fyrir árið 2024

· Námskeið: prjón fyrir byrjendur, Halla Benediktsdóttir

· Námskeið: Töfrakistan

Febrúar

· Saltkjöt og baunir, túkall hjá Íslendingafélaginu

· Pup quiz á vegum Íslendingafélagsins

· Námskeð: prjón fyrir byrjendur, Halla Benediksdóttir

· Vísindaferð fyrir nemendur í DTU á vegum Expectus

  • Vísindafélagið með viðburð fyrir unga íslenska karlmenn í atvinnulífunu.

Mars

  • Söngvakeppnin í beinni, fjáröflunarkvöld kvennakórsins Dóttur
  • Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku og Kvennakórinn Eyja héldu upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna
  • Páskaviðburður, tombóla og kaffi, fjáröflun Íslendingafélagsins og Kvennakórsins Dóttur.
  • Hátíðarprjón; prjónum til góðs. Hópur sem kemur saman til að prjóna sokka sem notaðir voru til að skreyta Tívolí á 17. júní. Eftir að hafa verið til sýnis í Tívolí voru 90 pör af sökkum gefið Rauðakrossinum.
  • Árshátíð Hafnarbræðra
  • Heimsókn nemenda og kennara frá Menntaskólanum í Reykjavík

Apríl

  • Tónleikar með Arnari Arna
  • Fjölskyldu og páskakaffi íslenska safnaðarins í Danmökru
  • Hátíðarprjón; prjónum til góðs, hópur sem kemur saman til að prjóna sokka .
  • Myndataka á vegum Félags kvenna í atvinnulífinu
  • Forsetaframboð; opinn fundur Höllu Hrundar
  • Tónleikar með Svavari Knút
  • Íslenskunámskeið fyrir börn á grunnskólaaldri á vegum Katla kennsla og ráðgjöf
  • Vorfundur Dansk Islandsk samfund, gestur var Hallgrímur Helgason
  • Heimsókn nemenda og kennara í dönskuvali í Fjölbrautaskóla Garðabæjar
  • Hátíð Jóns Sigurðssonar. Birgir Thor Möller hlaut verðlaun Jóns Siguðrssonar fyrir framlag sitt til kynningar á íslenskum bókmenntum og kvikmyndum.
  • Námskeið á vegum Töfrakistunnar fyrir kennara frá Íslandi.

Maí

  • Námskeið um samfélagsmiðla, Dagbjört Jónsdóttir
  • Fræðimaður segir frá, Stúlkan með flauelsröddina; Bjarki Sveinbjörnsson
  • Evrovisionteiti í Jónshúsi, fjáröflunarkvöld kórsins Stöku
  • Heimsókn nemenda og kennarara frá grunnskólanum í Varmahlíð
  • Tónleikar haldnir af Svavari Knúti
  • Íslenskunámskeið fyrir börn á grunnskólaaldri á vegum Katla kennsla og ráðgjöf
  • Heimsókn nemenda og kennara í dönsku frá Menntaskólinn í Hamrahlíð
  • Heimsókn nemenda og kennara frá grunnskólanum á Þingeyri.

Júní

  • Fræðimaður segir frá, Með dauða kráku og stakan tréskó, Kristján Jóhann Jónsson
  • Nemendur Studeskolens í íslensku heimsóttu Jónshús
  • Sr. Sigfús Kristjánsson hélt erindi um sorg og sorgarviðbrögð
  • Töfrakistan – námskeið fyrir kennara sem komu frá Íslandi.

Ágúst

  • Fræðslufundur á vegum Kötlu Nordic, félag íslenskra kvenna í viðskiptalífinu.
  • Íslenskunámskeið fyrir börn á grunnskólaaldri á vegum Katla kennsla og ráðgjöf
  • Fermingarfræðsla, kynningarfundur
  • Pub quiz á vegum Íslendingafélagsins

September

  • Kaffihúsamessa Íslenska safnaðarins
  • Heimsókn frá kirkjukór Grundarfjarðarkirkju
  • Fræðimenn segja frá, Hylur þig lygi heimurinn; Sigrún Magnúsdóttir og Dagbjört S. Hörskuldsdóttir.
  • Pub quiz á vegum Íslendingafélagsins
  • Messukaffi í Jónshúsi
  • Vísindaferð fyrir nemedur DTU á vegum Icelandair
  • Heimsókn starfsfólks Biskupsstofu
  • Heimsókn nemenda og kennara Verslunarskólans

Október

  • Fræðimaður segir frá, Sólin norðurljósin og lífið á jörðinni; Gunnlaugur Björnsson.
  • Opnun listasýnar Gigi Gigu
  • Opinber heimsókn í Jónshús. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, Friðrik X Danakonungur og Mary Elizabeth Danadrottning heimsóttu Jónshús þriðjudaginn 8. október í tilefni ríkisheimsóknar forseta Íslands og eiginmanns til Danmerkur.
  • Aðalfundur íslenska safnaðarins í Danmörku
  • Vísindafélagið með viðburð fyrir unga íslenska karlmenn í atvinnulífunu.
  • Starfsþjáfun, Lena Björnsdóttir sem er nemandi í 9. bekk í grunnskólanum við Søerne var hér í starfsþjálfun.

Nóvember

  • Bjór og Bullsey, fjáröflunHafnarbræðra
  • Fræðimaður segir frá, Miðalda líkneskin; Lilja Árnadóttir
  • Aðalfundur Íslendingafélagsins
  • Pub quiz Íslendingafélagins
  • Myndlistarsýning Fjólu Jóns og Helenar Helgadóttur
  • Íslenskt kaffihlaðborð, fjáröflun Kvennakórsins Eyju
  • Bæna- og kyrrðarstund á vegum Íslenska safnaðarins
  • Framboðsfundur Samfylkingarinnar í Kaupmannahöfn
  • Fræðimaður segir frá, Þegar Danir gáfu Íslendingum Thorvaldssen; Eiríkur Guðmundsson
  • Haustfundur Dansk Islandsk samfund
  • Aðventuheimsókn eldri borgara frá Íslandi
  • Afmælishátíð, Staka 20 ára
  • Heimsókn nemenda og kennara frá Fjölbrautaskóla Snæfelllinga
  • Heimsókn nemenda og kennara frá Menntaskólanum í Kópavogi
  • Samráðsfundur stjórnar Jónshúss með fulltrúum notenda

Desember

· Aðventustund í Jónshúsi þar sem boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur

  • Aðventuheimsókn eldri borgara frá Íslandi
  • Heimsókn í Jónshús, Cantabile kvennakór frá Íslandi
  • Kunstige klang – nemendur frá „
    ”Det Kongelige Danske Musikkonservatorium” sungu og spiluðu tónlist.
  • Piparkökubakstur Móðurmálsskólans
  • Jólagleði Íslendingafélagsins
  • „Jólahygge“ með fulltrúum notenda Jónshúss

Á vormánuðum fram til 17. júní komu konur og menn saman í Jónshúsi og prjónuðu hina alíslensku sjónvarpssokka úr íslenskum lopa í fánalitunum. Sokkarnir voru notaðir til að skreyta Tívolí þegar Tívolí hélt þjóðhátíðardag Íslendinga hátíðlegan. Prjónuð voru 90 pör af barnasokkum. Í nóvember voru sokkarnir gefnir rauða krossinum í Danmörku.

Nánar um starfsemina

Kórarnir í Jónshúsi

Kvennakórinn Eyja æfir á mánudögum og hefur haft aðstöðu í Jónhúsi í 27 ár. Stjórnandi er Jónas Ásgeirsson. Á miðvikudögum er mikið sungið, fyrst mæta strákarnir í Hafnarbræðrum sem hafa verið hér síðan 2018 undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttir. Síðan koma stelpurnar í Dóttur sem hafa sungið í húsinu í á níunda ár, undir stjórn Eyrúnar Ingu Magnúsdóttur. Kammerkórinn Staka æfir á fimmtudögum og hefur gert undanfarin tólf ár. Í Stöku eru ekki eingöngu Íslendingar og kórstjóri er Bjarni Frímann.

Töluverð hreyfing er á meðlimum kóranna og á hverju hausti er auglýst eftir nýju fólki.

Sýningar á sal

Í ár voru haldnar fjórar sýningar á sal hússins

· Listakonan Gígí Gígja var með formlega opnun laugardaginn 5. október. Líf var rauði þráðurinn í málverkasýningu Gígi.

· Í nóvember voru listakonurnar Fjóla Jóns og Helen Helgadóttir með samsýningu. Verk Fjólu endurspegluðu gleði og litagleði, bæði í abstrakt og figuratífum málverkunum, þar sem litirnir léku lykilhlutverk í að skapa stemningu og tilfinningu. Verk Helenar endurspegluðu leitina að kyrrð í einfaldleikanum.

· Nemendur Móðurmálsskólans sýndu verk sín í desember. Skemmtilegar myndir af íslensku jólasveinunum. Auk þess sýndu þau klippilistaverk í nokkrum gluggum á sal hússins.

Vegleg gjöf frá nágranna Jónshúss í mars 2024

Peter Braams Valore sem bjó á Øster Voldgade 14 lést í júlí 2023.

Peter var mikill málverka og ljósmynda safnari. Í gegnum tíðina hafði hann safnað myndum sem voru málaðar/teiknaðar í lok 19 aldar af húsinu við Øster Voldgade 12, Jónshúsi. Hann óskaði eftir því að að honum látnum ætti að bjóða íslensku nágrönnum hans myndirnar. Gjöfin kom sér mjög vel þar sem engin sýning var á sal hússins. Myndirnar setja góðan brag á salinn.

Nánar um sýningarnar á heimasíðu Jónshúss

Heimsóknir og hópar

Óhætt er að segja að áhugi ferðamanna á að heimsækja heimili Ingibjargar og Jóns sé mjög mikill. Í hverri viku leggja ferðamenn leið sína í Jónshús. Auk þess tekur umsjónarmaður á móti minni og stærri hópum. Í nóvember og desember komu margir stórir hópar í húsið. Fastur liður á aðventu er heimsókn eldri borgara úr Reykjavík og í ár var áhuginn mikill, hóparnir margir.

Fræðimenn í Jónshúsi

Eins og undanfarin ár var mikil áskókn í að fá að dvelja sem fræðimaður í Jónshúsi. Árið 2024 fengu 29 fræðimenn úthlutað íbúð til dvalar í húsinu. Að jafnaði dvelja fræðimenn fjórar vikur.

Á vorin og í lok árs er mikið um að nemendur í fjarnámi, flestir frá Háskólanum á Akureyri taki próf í fundarherbergi á 2. hæð.

Jónshús á samfélagsmiðlum

Fylgjendum á samfélagsmiðlum fjölgar jafnt og þétt og er gaman að sjá hve margir fylgjast með því sem fram fer í húsinu. Nú eru yfir 3.900 fylgjendur á facebooksíðu Jónshúss og 1.250 fylgjendur á Instagram.

Framkvæmdir í Jónshúsi

Það sem gert var á árinu:

· Gólfið á sal á fyrstu hæð var slípað og lakkað

· Keypar voru gardínur fyrir gluggana á sal hússsins.

Um leið og við þökkum fyrir liðið ár óskum við notendum hússins og fylgjendum á samfélagsmiðlum, sem eru bæði hér í Danmörku og á Íslandi og öllum öðrum farsældar á árinu sem var að byrja og vonumst eftir að starfsemin haldi áfram að blómstra.