3.8.2020

Á laugardaginn opnaði samsýning Elísabetar Olku og Unu, List Libertas, óður til frels.

Á laugardaginn opnaði samsýning Elísabetar Olku og Unu samanstendur af pappírsverkum sem unnin eru með blandaðri tækni.

List Libertas, óður til frels.

Með þessari sýningu vilja listakonurnar miðla þeirra persónulega frelsi í verkum. Þær telja það viðeigandi þar sem myndirnar hanga með sjálfum Jóni Sigurðssyni frelsishetju, sem vakir yfir okkur.

"Þær meina, telja eða álíta að verkin sem eru til sýnis – eftir frjálslega íhugun – teljist til frjálsari verka, uppfull af kátínu og leikgleði, yndislega metnaðar- og merkingarlaus… Því frelsi er bara eitthvað. Lífleg togstreitan reynist vera eitthvað mjög abstrakt eða eitthvað sem er hulið sjónum okkar, það að neyðast til að verja varnarleysið í leiknum, kemur að óvörum. Það er erfitt að skapa verk sem eru frjáls því að slík verk eru viðkvæm og marklaus, en einmitt það atriði veldur því að maður umber raunveruleikann; aðeins sannkölluð hugsjónamannvera ver þvílíkan gerning. Kúgun er hins vegar það að vera rígbundinn skyldum og skuldbindingum, þannig að þrengi að hálsi og valdi kvíðahnút í maga"

Sýning er til 22. ágúst og er opin á opnunartíma Jónshúss

Nú í ágúst munu listakonurnar standa fyrir listamannaspjalli, nánar auglýst síðar.

r eru myndir frá vel heppnaðri opnun þar sem boðið var upp á tónlistaratriði, sönghópurinn Flóra söng nokkur lög.