• Barnakþl

9.12.2018

Aðventuhátíð í Skt. Pauls kirkju og heitt súkkulaði með rjóma í Jónshúsi

Sunnudaginn 9. desember klukkan 14 verður hin árlega aðventuhátíð íslenska safnaðarins í Danmörku haldin hátíðleg í Skt. Pauls kirkju.

Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur í Reykjavíkurprófastdæmi vestra kemur í heimsókn og verður með hugleiðingu. Kvennakórinn í Kaupmannahöfn mun syngja undir stjórn Maríu Aspar Ómarsdóttur. Barnakórinn í Kaupmannahöfn mun vera með helgileik og taka nokkur lög undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur. Krílakórinn mun einnig taka lagið, en stjórnandi þess er Svafa Þórhallsdóttir.

 

Prestur er sr. Ágúst Einarsson og Sólveig Anna Aradóttir er organisti.