28.11.2019

Aðventutónleikar íslensku kóranna í Kaupmannahöfn

Íslensku kórarnir í Kaupmannahöfn sem allir hafa aðtöðu í Jónshúsi verða með aðventutónleika laugardaginn 30. nóvember kl. 16.00.

Það eru fimm íslenskir kórar sem nú æfa í Jónshúsi.

Á mánudögum er það Kvennakórinn í Kaupmannahöfn.

Á miðvikudögum er það Hafnarbærður og síðar sama dag eru það kvennakórinn Dóttir.

Á fimmtudögum er það kammerkórinn Staka.

Á laugardögum er það Íslenski barnakórinn.

Tónleikarnir á laugardaginn verða í Sct. Andreas kirke, Gothersgade 148 og hefjast kl. 16. Miðaverð er 50 DKK en frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Staðgreiðsla eða á mobilepay 109525 (Hafnarbræður).