• Afram-stelpur

4.3.2016

Áfram stelpur!

 

Í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna þann 8. mars næstkomandi er ykkur öllum boðið í Jónshús mánudaginn 7.mars til að hita upp fyrir sjálfan daginn og ná forskoti á baráttuandann.

 

 Löng hefð er fyrir uppákomu í Jónshúsi í kringum 8.mars og engin breyting er á því þetta árið.

 

1e279f5

Hildur Þórisdóttir, cand.mag í uppeldissálfræði og kultur- og sprogmødestudier, mun halda erindi og fjalla um vinnu sína sem verkefnastjóri (boligsocial medarbejder) hér í Kaupmannahöfn, meðal annars með innflytjenda- og flóttakonum í Søndermarkskvarteret á Frederiksberg, í gegnum verkefni sem kallast Bydelsmødrene (http://bydelsmor.dk/).

 

Tengslanet kvenna, stuðningur og uppbygging eru meðal efna erindisins.

 

 Kvennakórinn tekur nokkur lög og verður einnig með veitingasölu þar sem hægt verður að næla sér í hressingu á vægu verði.

 

 Komdu og láttu sjá þig! :)

Nánar um viðburinn hér.

 

Hlökkum til þess að eiga skemmtilegt kvöld saman!

 

 Húsið opnar kl.19 og dagskrá byrjar kl.19:30.

 

Allir velkomnir.

 

 ATHUGIÐ!

 

ÞETTA ER MÁNUDAGINN 7.MARS.