2.4.2025

Álfar, huldurfólk og tröll og áhrif þeirra á íslenskt samfélag

Það var vel mætt í Jónshús þegar ljósmyndarinn og kvikmyndagerðakonan Inga Lisa Middleton og Bryndís Fjóla, heilari og garðyrkjufræðingur, fjölluðu um hvernig sagnir og sögur af huldufólki og álfum hafa haft áhrif á íslenskt samfélag, menningu og listir gegnum aldirnar.IMG_7436
Einnig var rætt um hvernig skapandi fólk og almenningur getur lært að hlusta á náttúruna og skynja hana sér til gagns, hvernig viska hinna huldu heima og íbúa þeirra getur veitt innblástur og lausnir til að takast á við brýn vandamál líðandi stundar, almenna heilsu og loftslagsvána.Jónshús bauð upp á vöfflur með kaffinu, og kvennakórinn Dóttir söng tvö lög.IMG_7412

Jónshús þakkar þeim Ingu Lísu, Bryndísi Fjólu fyrir skemmtilegan og áhugaverðan viðburð og kvennakórnum Dóttir fyrir fallegan sögn.
Fleiri myndir hér.