7.3.2017

Aljóðlegur baráttudagur kvenna

Eins og undanfarin ár héldu íslenskar konur í Kaupmannahöfn upp á 8.mars, alþjóðlegan baráttudag kvenna í Jónshúsi.

Kvennakórinn og Elín Ösp Gísladóttir sáu um að skipuleggja þennan viðburð. 

Í ár voru tveir fyrirlestrar,  þann fyrri hélt Anna Kristín Magnúsdóttir, hún sagði frá starfi sínu hjá Reden International á Vesterbro þar sem unnið er með erlendum stúlkum sem koma frá Afríku flestar frá Nígeríu og eru í vændi, þessar stúlkur eru líka fórnarlömb mannsals.  Það er óhætt að segja að fyrirlestur Önnu Kristínar vakti upp sterkar tilfinningar.

IMG_8099Seinna erindið hélt Sunna Ingólfsdóttir, hún er ein af stofnendum rokkbúðanna Stelpur rokka. Sunna sagði frá starfinu, hugmyndinni að þessu verkefni og hverning þessi grasrótarvinna hefur undið upp á sig. Einnig voru sýnd nokkur myndbrot af því sem stlepurnar í búðunum hafa gert.

17192342_846957512113810_3673032695843848679_o

Kvennakórinn söng nokkur lög og sá um veitingasölu.

Í lokin sungu allar Áfram stelpur.

 Hér er hægt að lesa skemmtilega hugleiðingu frá einni sem var á fundinum í gær.

https://www.facebook.com/RaggaNagli/?hc_ref=PAGES_TIMELINE&fref=nf