27.2.2024

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er 8. mars, og höldum við hann hátíðlegan með söng, fyrirlestrum og umræðum.
Dagskrá kvöldsins:18:00

Húsið opnar og veitingasala hefst.
Kvennakórinn Eyja stendur fyrir veitingasölu, en á boðstólnum verður léttur réttur og kaka, ásamt drykkjarföngum.

  • 19:00 Kvennakórinn Eyja syngur
  • 19:15 Herdís Steingrímsdóttir dósent í hagfræði við CBS og verðlaunahafi Hvatningaverðlauna FKA-DK 2021 flytur erindið, "Viðhorf og verkaskipting meðal danskra foreldra".
  • 19.45 Kvennakórinn Eyja syngur
  • 20.00 Halla Helgadóttir, Framkvæmdarstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs fjallar um "Nýjar áherslur í nýsköpun".
  • Að loknum hvoru erindi gefst tími fyrir spurningar úr sal.
  • 20:30 Fjöldasöngur, "Áfram stelpur!"
  • Umræður og tengslamyndun. Barinn er opinn.
  • 22:00 Viðburði lýkur
Staðfestingargjald er 50 kr. og athugið að aðeins eru 50 miðar í boði.
Kaupa miða hér.
 
Hlökkum til að sjá sem flest!
FKA-DK og Kvennakórinn Eyja