Bæna og kyrðarstund
Það er löng hefð innan kristinnar kirkju að minnast þeirra sem fallin eru frá á allra heilagra messu.Íslenski söfnuðurinn verður með bæna og kyrrðarstund í Jónshúsi 17. nóvember kl. 17 þar sem við komum saman og minnumst látinna ástvina. Falleg stund með bæn, söng og hugleiðingu.Verið öll velkomin!