13.9.2017

Barnakór í Jónshúsi

Átt þú barn á aldrinum 6 – 12 ára sem hefur gaman af því að syngja? 

Verið er að leita af stelpum og strákum til að syngja í Íslenska barnakórnum í Kaupmannahöfn.

Æfingar verða í Jónshúsi á fimmtudögum. 


Sólveig Anna Aradóttir kórstjóri/organisti og nemi í DKDM hefur undanfarin ár unnið með barnakórum, síðast var hún kórstjóri Kórskóla Langholtskirkju og Graduale kórsins. Nú er Sólveig komin til Kaupmannahafnar, og þar sem hér er engin barnakór og hefur ekki verið lengi þá langar henni til að stofna barnkór fyrir íslensk börn í Kaupmannahöfn og nágrenni. 


Sólveig Anna Aradóttir ólst upp í barnakór hjá Þórunni Björnsdóttur og seinna hjá Þorgerði Ingólfsdóttur. Sólveig útskrifaðist með kirkjutónlistarpróf frá Tónlistarskóla þjóðkirkjunnar undir leiðsögn Guðnýjar Einarsdóttur. Kórstjórnun nam hún hjá Herði Áskelssyni og Magnúsi Ragnarssyni. Sólveig lauk BA-gráðu úr Skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands og lauk kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar nú í vor undir leiðsögn Eyþórs Inga Jónssonar. Sólveig starfaði sem organisti í Akureyrarkirkju frá hausti 2016 til mars 2017 þar styrði hun 3 barnakorum kirkjunnar. Þá stýrði hún einnig Kvennakór Akureyrar.

"Sólveig segir að það er ekki bara gefandi og þroskandi að syngja í kór, heldur líka skemmtilegt. Það  getur verið gott fyrir börn sem eru ekki mikið í kringum aðra íslenska krakka að koma saman einu sinni í viku, syngja á íslensku og skemmta sér saman". 

Æfingar hefjast í október og verða á fimmtudögum.
Á haustönninni verður lögð áhersla á hópefli, samsöng og íslenska jólatónlist, einnig verður settur upp helgileikur sem skemmtilegum lögum. 

Öll söngelsk börn á aldrinum 6-12 ára eru hjartanlega velkomin. 

Stefnt er á að hafa tvo hópa yngri og eldri hóp (fer eftir fjölda)
6-9 ára á fimmtudögum kl. 16.30-17.30 
10-12 ára á fimmtudögum kl.17.30-18.30 

Verð: 260 dkk á mánuði eða sirka 65 dkk fyrir æfinguna (veittur systkina afsláttur).
Skráning https://docs.google.com/…/1wC5ufiVkJxjN9j40ZLmH13y3K5Z…/edit

Áhguasamir hafi samaband við Sóveigu í síma  +45 52 22 60 68 eða sendið henni tölvupóst á netfangið; solaaradottir@gmail.com