29.3.2022

Bókagjöf

Jónshús á mikið af velunnurum sem færa bókasafninu bækur að gjöf. Í síðustu viku var safninu færð vegleg bókagjöf þar sem bræðurnir Carsten og Halldór færðu safninu yfir 100 ára gamlar Íslendingasögur og 100 ára gamla dansk-íslenska orðabók. 

Bræðurnir fengu bækurnar í arf frá afa sínum, Sigurjóni Kjartansyni kaupfélagsstjóra á Vík. Bræðurnir eru fæddir og uppaldir í Danmörku en sigldu til Íslands í fyrsta sinn með fyrstu áætlunarsiglingu sem farin var milli landa. Þeir bjuggu eingöngu á Íslandi í fimm ár, eru nú á níræðisaldri, en tala enn reiprennandi íslensku sem er ansi magnað. Börn og barnabörn þeirra tala hins vegar ekki íslensku og því var ekki áhugi hjá þeim að yfirtaka bækurnar. Það var bræðrunum því mikill léttir að Jónshús tók þessari fallegu bókagjöf fagnandi. Bækurnar verða geymdar á 3. hæðinni, á heimili Ingibjargar og Jóns, og verður unnt að skoða þær þar. Við þökkum Carsten og Halldóri kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.