Bókakvöld í Jónshúsi
Njótum aðventunnar saman í Jónshúsi
Fimmtudagskvöldið 18. desember kl. 19:00 verður haldin bókakynning og upplestur í Jónshúsi.Fram koma rithöfundarnir:Einar Leif, sem mun lesa upp úr nýútkominni bók sinni Sniglasúpunni, en hún er á lista vinsælustu glæpasagna hjá Storytel.
Þórunn Rakel Gylfadóttir, sem mun lesa upp úr nýútkominni bók Mzungu, sem hún skrifaði ásamt Simon Okoth Aora.
Hægt er að panta bókina, verð 7000 ísl krónur.
Vinsamlega legggið inn pöntun með því að senda póst á [email protected]
Nánar um bókinahttps://www.bokatidindi.is/bok/mzungu-92670
Allir velkomnir — aðgangur ókeypis.
Boðið verður upp á jólaglög og eplaskífur.
