16.9.2019

Félag heldri borgara - 60plús

Sú hugmynd hefur komið upp að stofna Félag heldri borgara, 60 ára og eldri með það að markmiði að sameina Íslendinga á besta aldri sem hættir eru að vinna og búa á Kaupamannahafnarsvæðinu (öllum opið). Haldnir verða ýmsir viðburðir svo sem félagsvist, fræðslufundir, þorrablót og fleira, með það að leiðarljósi að bjóða upp á skemmtun og afþreyingu og í leiðinni efla tengslanet fólks. Hópurinn mun hafa aðsetur í Jónshúsi og mun dagskráin að mestu leiti fara fram á daginn.

Fyrsti viðburður hópsins er kynningarfundur. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 18. september kl. 13. í Jónshúsi. Áætlað er að fundurinn vari í um tvær klukkustundir og ljúki því um kl. 15.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

1. Kynning á starfi vetrarins

2. Hádegisverður: Smørrebrød (tvær sneiðar, einn öl) vatn og kaffi

3. Halla Benediktsdóttir, forstöðumaður Jónshúss, kynnir starfsemina í húsinu og segir frá og sýnir endurgert heimili Ingibjargar og Jóns á þriðju hæð hússins

Verð fyrir veitingar er 50 krónur

Áhugasemir vinsamlega tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á felagheldriborgara@gmail.com

Búið er að stofna hóp á Facebook hér.

Kær kveðja undirbúningsnefndin

Bogga, Halla og Vala