27.9.2019

Félag heldri borgara – 60plús

Velheppnaður stofnfundur Félags heldri borgara – 60plús, var haldinn í Jónshúsi miðvikudaginn 18. september.

Greinilegur áhugi er á því að stofna hóp fyrir fólk 60 ára og eldri sem hefur tíma á daginn til að hittast. Rúmlega 30 manns sóttu fundinn.

Markmið þessa hóps er að:

 • · Sameina Íslendinga sem búa á Kaupmannahafnarsvæðinu og eru 60 ára og eldri
 • · Skapa tengsl og búa til tengslanet
 • · Gera skemmtilega hluti saman þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði konur og karlar

8mwKTLqZRVKJiKq6InwupA

Á þessum fyrsta fundi var verið að kanna hvort áhugi væri fyrir hendi til að hittast regluega og gera eitthvað skemmtilegt saman.

A72BF60A-19B3-4294-8629-D0250920613B

Ákveðið var að búa til nokkra kjarna. Í hverjum kjarna eru tveir eða þrír sem taka að sér að hafa frumkvæði að því að brydda upp á einhverju skemmtilegu og auglýsa það síðan í hópnum, á Facebook, í fréttabréfi Jónshúss og í tölvupósti.

CZSgO9jbQ16xR5ANbEYtAw

Hinir ýmsu kjarnar auglýsi starfsemi og tilboð á síðu Heldri Borgara á Facebook .


 Þar verður auglýst hvað er í boði hverju sinni og hægt að benda á skemmtilega hluti sem hægt er að gera saman. Auk þess verður sendur út tölvupóstur einnig verða viðburðir auglýstir í Fréttabréfi Jónshúss.

Hópurinn hefur aðsetur í Jónshúsi. Ákveðið var að festa annan hvorn miðvikudag (slétt vika) frá kl. 13 – 16 í Jónshúsi.

Gert er ráð fyrir að Facebookssíða hópsins sé helsti tengslamiðillinn. Þar verður auglýst hvað er í boði hverju sinni og hægt að benda á skemmtilega hluti sem hægt er að gera saman. Auk þess verður sendur út tölvupóstur einnig verða viðburðir auglýstir í Fréttabréfi Jónshúss.

Hópurinn hefur aðsetur í Jónshúsi. Ákveðið var að festa annan hvorn miðvikudag (slétt vika) frá kl. 13 – 16 í Jónshúsi.

Dagskrá sem komin er á blað:

2. október: Opið hús

 • Spilavist og leiðsögn um heimil Ingibjargar og Jóns
 • Vöfflukaffi 10 kr.

13. nóvember: Opið hús

 • Spilavist
 • Vöfflukaffi 10 kr.
4. desember: Jólaborð (Jólaborðskjarninn sendir út tilkynningu um fyrirkomulag). 

Opið hús 11. desember

 • Spilavist 
 • Vöfflukaffi 10 kr.

9. febrúar: Þorrablót

Kjarnar:

 • Fræðslu og menningarkjarni: Erla, Bryndís og Regína
 • Námskeiðskjarni: Svana og Pía
 • Jólaborðskjarni: Regína og Kolbrún
 • Þorrablótskjarni: Bogga, Helga, Björg Hafstað
 • Íslendingarsögurnar: Skafti