23.2.2016

Fjölbreytt dagskrá framundan

Ljósmyndasýning

25.febrúar klukkan 17:00 - 18:00.

Í tengslum við 100 ára afmæli Dansk – Islandsk Samfund tók Páll Stefánsson ljósmyndari margar skemmtilegar myndir sem sýna staði sem tengja saman Ísland og Danmörku.

 Hluti af þessari myndaséríu er nú til sýnins í Jónshúsi.

Fimmtudaginn 25. febrúar mun rithöfundurinn Böðvar Guðmundsson segja sögunar að bak við myndirnar á íslensku og dönsku. Allir velkomnir.

 

Icelandair-vist - félagsvist

Föstudagur 26.febrúar 19:00 - 23:00.

Stundvíslega klukkan 19:30 verður  byrjað að spila.

 Takmarkaður fjöldi þátttakenda og nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku, eigi síðar en miðvikudagskvöldið 24. febrúar, með því að senda tölvupóst á netfangið hér.

Aðgangur er ókeypis, en veitingar eru til sölu. Hægt er að greiða með reiðufé og MobilePay.

  

Sunnudagsbröns - með íslensku ívafi 

Sunnudagur 28.febrúar klukkan 11:00 - 14:00.

Verð 120 kr fyrir fullorðna 

Takmarkaður fjöldi - skráning með greiðslu fyrir 25. febrúar.

Nánari upplýsingar veitir Bogga í síma 2122 3404

Mobil Pay í síma 2122 3404.  eða leggja inn á reikning: Reg.nr.: 5338, Kontonr.: 0 247 204.

 

Prjónakaffi - Garnaflækjunnar

Fimmtudaginn 3.mars 19:00 - 22:00.

Nánari upplýsingar hér.

 

Í formi með Tobbu

Laugardaginn 5. mars klukkan 13:30- 16:30.

Námskeið / verkvinna fyrir íslenskar konur búsettar í Kaupmannahöfn og nágrenni. Kennslan fer fram á íslensku. 

Það er alltaf hægt að gera aðeins betur og hlúa að heilsunni, sérstaklega í skammdeginu þegar danski og raki kuldinn smýgur inn í merg og bein! 

Skráning og nánari upplýsingar hér.

 

Námskeið í markaðsetningu á samfélagmiðlum

Laugardaginn 5. mars klukkan 10:00 - 14:00.

4 tíma námskeið í markaðssetningu á samfélagsmiðlum í Kaupmannahöfn!


Námskeiðið er ætlað einyrkjum og smærri fyrirtækjum. Farið verður í helstu grunnþætti markaðssetningar á samfélagsmiðlum, hvernig má nota “digital storytelling” til að koma vöru, þjónustu eða eigin nafni á framfæri. Kynnt verða dæmi þar sem vel hefur tekist til og eins rætt hvað ber að varast.

Nánari upplýsingar og skráning hér.