17.1.2023

Fjölbreytt dagskrá framundan í Jónshúsi

Vestmannaeyjamessa

Sunnudaginn 22. janúar kl. 13

Esajas Kirke, Malmøgade 14, 2100 København

Í messunni minnumst við þess að 50 ár eru frá gosinu í Vestmannaeyjum.

  • Séra Sigfús Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari,
  • Jónas Ásgeir Ásgeirsson og Flemming Viðar Valmundsson leika á harmonikkur og leiða tónlistina.
  • Staka leiðir safnaðarsöng.

Allir velkomnir


50 ár frá eldgosi á Heimaey

Sunnudaginn 22. janúar kl. 14 (í beinu framhaldi af messunni í Esajas Kirkju)

Samverustund í Jónshúsi þar sem þessa atburða er minnst.

Dagskrá:
  • „Hófst í byrjun nætur á Heimaey“. Guðni Friðrik Gunnarsson segir frá sinni upplifun á gosnóttnni.
  • "Flóttinn frá Eyum" kynning á verkefni Ingibergs Óskarssonar, "1973 Allir í bátana", frásagnir Eyjamanna.
  • Gatan mín" hluti af verkefninu "Byggðin undir Hrauninu", Kirkjubæjarbrautin, húsin og íbúarnir í samantekt Gylfa Sigfússonar og Ingu Dóru Þorsteinsdóttur.
  • Kaffi og pönnukökur til sölu gegn vægu gjaldi.

Allir hjartanlega velkomnir.

Nánar um viðburðinn hér.


Íslenskar konur í Kaupmannahöfn á 19. og 20. öld

Þriðjudaginn 24. janúar kl. 19.30

Fræðimenn segja frá.


Rithöfundarnir Þórdís Gísladóttir og Kristín Svava Tómasdóttir sem dvelja sem fræðimenn í Jónshúsi í janúar eiga það sameiginlegt að rannsaka sögur íslenskra kvenna í Kaupmannahöfn, en þær hafa oft hlotið minni athygli en sögur af körlum.

Þær munu spjalla vítt og breitt um ýmsar merkilegar konur sem héldu frá Íslandi til Kaupmannahafnar og dvöldu þar við nám og fjölbreytt störf á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar.

Við sögu koma meðal annars ljósmóðir í krísu, hviklynd ungnunna, lítið þekkt listakona, vel þekktur spámiðill og amtmannsdóttir sem þýddi íslenskar bókmenntir á dönsku og var hluti af merkilegum menningarkreðsum.

Allir velkomir.

Aðgangur ókeypis.

Nánar um viðburðinn hér.


Handavinnustofa – opið hús fyrir skapandi fólk

Sunnudaginn 29. janúar frá kl. 10 til 18


Hvort sem það er að hekla, prjóna, brodera, sauma í saumavél, föt, laga föt, breyta fötum eða bútasaumur. Þú mætir með það sem þarf fyrir þitt verkefni. Straujárn og straubretti eru á staðnum.

Munið eftir nestinu og gleðinni við að skapa.

Heitt er á könnunni og aðgangur ókeypis.

Hlökkum til að hitta sem flesta.

Skráning og nánar um viðburðinn hér.