8.4.2017

Fjölmenni við opnun sýningar Sigrúnar Eldjárn

Í gær var opnuð myndlistasýning Sigrúnar Eldjárn í Jónshúsi þar sem sýndar eru nýjar teikningar af Jóni Sigurðssyni, Ingibjörgu konu hans og Bertel Thorvaldsen. 
Myndirnar eru byggðar á ljósmyndum og kryddaðar með opal pökkum, grænum baunum og öðru óvæntu sem gera teikningarnar bæði áhugaverðar og skemmtilegar. Fjölmenni var við opnunina og var gerður góður rómur að sýningunni sem verður í Jónshúsi fram til 30. september. Myndirnar eru til sölu og er fólk velkomið á sýninguna sem er í salnum á fyrstu hæð hússins. 
Sýningin er aðgengileg á opnunartíma hússins (frá 11 til 17 á virkum dögum og frá kl. 10 til 16 um helgar) nema fyrir hádegi á laugardögum, því þá er kennsla í salnum.
Nokkar myndir frá viðburðinum er að finna hér.