9.11.2021

Fjóla Jóns og Trausti Traustason sýna í Jónshúsi

Fjóla Jóns og Trausti Traustason (Tson) opna sýninguna "Við erum öll öðruvísi” í Jónshúsi Øster Voldgade 12, Copenhagen. Þann 13. nóvember klukkan 15.00 – 18.00 Léttar veitingar í boði.


Eins og titill sýningarinnar vísar í, þá erum við svo sannarlega öll öðruvísi þó við viljum stundum meina að við séum eins. Þá kemur stóra spurningin eins og hver eða hvað? Við ætlum að leyfa þér kæri áhorfandi að ákveða hvort þú sért öðruvísieins eða bara öðruvísi og kannski finnur þú þig á vegg í Jónshúsi 13. nóvember ; )


Eins og svo oft áður í verkum Fjólu er það húmorinn og litagleði sem ráða ríkjum, og má þar nefna karktera eins og Gleðigjafann mikla og margar aðrar skrítnar skrúfur. Fjóla er mikill húmoristi og er mjög fljót að sjá spaugilegu hliðina á lífinu og þá sérstaklega því sem viðkemur að henna sjálfri og gerir hún óspart grín af sjálfri sér sem endurspeglast í verkum hennar. Enda gætu margir að þessum karakterum verið hún sjálf á einhverjum tímapunktum í lífinu, segir Fjóla.Fjóla Jóns er fædd og uppalin í Keflavík, en er búsett í Kaupmannhöfn í dag. Fjóla nam myndlist við Myndlistarskólann í Reykjavík, ásamt því að hafa verið undir handleiðslu margra frábærra listamanna og má þar m.a nefna Kjartan Guðjónsson og Reynir Katrínar.