• Foreldramorgunn
    Foreldramorgunn

30.1.2018

Foreldramorgunn í Jónshúsi

Mömmumorgnar eru búnir að vera í Jónshúsi af og til í mörg ár.  

Þessi viðburður er eins og allt annað starf í húsinu háð því að einhver úr íslenska samfélaginu hafi frumkvæði á að standa fyrir viðburðinum. 

IMG_9684

Nú er búið að breyta nafninu í Foreldramorgunn.  Síðasta fimmtudag kom í  fyrsta skipti pabbi í fæðingarorlofi með drenginn sinn. Ég vona að þetta verði til þess að hann mæti aftur og að aðrir feður láti sjá sig. 
Það sem af er þessu ári hefur mæting verið góð.  Boðið er upp á kaffi en þeir sem mæta taka oft með sér eitthvað að borða. 

IMG_8382
Nánari upplýsingar eru að finna hér.