• Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon

2.5.2018

Forseti Alþingis, forsætisnefnd og úthlutunarnefnd fræðimannaíbúða heimsóttu Jónshús í apríl.

Einu sinni á kjörtímabili heimsækir forseti Alþingis og forsætisnefnd Jónshús til að skoða húsið og kynna sér starfsemi hússins. 

Fullsizeoutput_2fc3Hér er gönguferð um miðaldarbæinn að ljúka.  Gengið var undir leiðsögn Hrannars Hólms. 







Fullsizeoutput_2fc2Á meðan gestir snæddu léttan hádegisverð "danskan forkost" sagði Karl M. Kristjánsson formaður húss Jóns Sigurðurssonar frá tilkomu hússins og því helsta sem gerst hefur sl. 50 ár. 






31719621_10213849962235981_7315096570930659328_nSíðan tók umsjónarmaðurinn til máls, Halla Benediktsdóttir og sagaði frá því fjölsbreytta starfi sem fram fer í húsinu núna. Síðan var húsið skoðað m.a. var önnur fræðimannsíbúðin skoðuð.





Fullsizeoutput_2fc4

Að lokum var sýningin um Jóns Sigurðsson og Ingibjörgu Einarsdóttur heimsótt







Forseti Alþingis fer með æðsta vald í málefnum Jónshúss, sbr. 9. gr. þingskapa. Forseti skal kynna forsætisnefnd rekstur hússins árlega og bera málefni þess undir nefndina eftir því sem þurfa þykir.