11.11.2019

Fræðimaður segir frá

Endurfundir við Nicoline Weywadt, fyrsta kvenljósmyndarann á Íslandi.

Fyrir margt löngu, eða 1982, var haldin sýning í Þjóðminjasafni Íslands undir heitinu Ljósmyndasafn frá Teigarhorni. Ljósmyndirnar á sýningunni voru frá Nicoline Weywadt, og fóstur- og systurdóttur hennar, Hansínu Björnsdóttur. Vinna við gerð sýningarinnar var fyrsta verkefni Ingu Láru við ljósmyndasýningu í safninu. Þekkingu á þessu sviði eins og flestum öðrum sviðum hefur fleytt fram síðan þá.

Vist í Jónshúsi veitti tækifæri til að skoða gögn og heimildir um Nicoline að nýju bæði í Kaupmannahöfn og heima á Íslandi. Nicoline hefur sérstaka stöðu í íslenskri ljósmyndasögu, ekki bara vegna þess að hún var fyrsti kvenljósmyndarinn heldur vegna þess að hún var frumherji í ljósmyndun á Austurlandi. Sagt verður frá Nicoline og ljósmyndum hennar með myndum.

Inga Lára Baldvinsdóttir hefur starfað í tæpa þrjá áratugi við Þjóðminjasafn Íslands og sinnt varðveislu ljósmyndasafnsins þar.